Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1922, Blaðsíða 77
ALMANAE.
«3
Magnús Sigurðsson. Var hann ættaður úr Suð-
ur-Múlasýslu. Ingigerður Jónsdóttir hét kona hans.
Fluttust þau hingað frá Winnipeg 1886 og námu
land. Dvöldu þau á landi sínu þar til Magnús lézt
veturinn 1893 og það ár flutti ekkjan á burt. pau
komu hingað efnalítil, en voru vinnugefin og áttu
vel fyrir sínum daglegu þörfum, og komu sér vel
við alla, sem þeim kyntust.
Böðvar Jónsson. Fæddur 1869; voru foreldrar
hans Jón Sæmundsson og Ingibjörg Böðvarsdóttir
í Auðsholti í Ölfusi. Föður sinn misti hann 1883 og
vorið 1886 fluttist hann með móður sinni til Can-
ada og beint til pingvalla-'oygðar; tók Böðvar hér
land og móðir hans annað. Böðvar uppfylti allar
lögákveðnar skyldur á landi sínu, bygði íveruhús og
fiós og plægði landið. Vorið 1893 seldi hann svo
þessa bújörð sína, með öllum umbótum fyrir eitt
hross og flutti til Vatnsdalsnýlendu og ári síðar
inn að Maniobavatni.
Kristján Jóhann Kristjánsson, sonur Kristjáns
Jónssonar og Jóhönnu Bjarnadóttur, sem bjuggu I
Garðhúsum í Vogum. Kona hans heitir Petrína
I’étursdóttir. Vorið 1900 komu þau frá íslandi
hingað og eftir tvö ár tóku þau land og reistu bú, og
hefir búskapur þeirfa gengið þeim vel. Tvö börn
hafa þau eignast, sem heita Jóhann og Guðrún.
Víglundur Vigfússon, fæddur á Syðra-Langholti
í Hrunamannahrepp 1863, sonur Vigfúsar Guð-
mundssonar í Hlíð og Auðbjargar porstein^dóttur,
jarðyrkjumanns í úthlíð í Biskupstungum. Kona
hans er Sigríður porsteinsdóttir frá Breiðabólsstað
í Reykholtsdal. Á íslandi bjuggu þau í Miðdal
og siðast í útey í Laugardal. Til Vesturheims fóru
þau árið 1900 og settust að í Selkirk; eftir þriggja
ára veru þar komu þau hingað í bygðina og tóku