Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1922, Blaðsíða 73
ALMANAK.
59
ada árið 1886 og voru nær tvö ár í Winnipeg og síð-
an námu þau land hér og tojuggu á því til 1897.
Bergþór lézt 25. júní 1909 og pórunn 17. júní 1916.
Fiúskapur þeirra hjóna var fremur í smáum stíl, en
fóru vel með alt er þau höfðu undir höndum og
höfðu nóg fyrir sig að leggja.
Arngrímur Kristjánsson frá Steðja á pelamörk
í Eyjafjarðarsýslu. Hann kom til þessarar bygðar
með mági sínum Jósef ólafssyni og Margrétu Esyst-
ur sinni árið 1888 og nam land við hliðina á bújörð
þeirra. Árið 1894 gekk hann að eiga Ásu Sólveigu,
dóttur Jóns Ólafssonar frá Hornstöð.um. Búskapur
þeirra gekk furðu vel, þó heilsufar konunnar væri
oft mjög tæpt, og miklu til kostað. Arngi'ímur var
umhyggjusamur dugnaðarmaður og yfirvann furðu-
vel erfiðleikana. Tók góðan þátt í safnaðarfélags-
lifinu og lagði drjúgt fram í vinnu og peningagjöf-
um. pau eignuðust þrjá drengi, sem heita: Krist-
bergur, Jón Kristinn og Bergþór ólafur. Arngrím-
ur lézt 30. ág. 1910. Brá þá ekkja hans búi og seldi
það við uppboð og fluttist með sonum sínum til Wyn-
yard, og býr þar nú, 1915.
Stefán ólafsson, sonur ólafs Stefánssonar á
Fjalli á Skeiðum; var ólafur sonur síra Stefáns
Stefánssonar á Felli í Mýrdal. Móðir Stefáns, var
Ingunn ófeigsdóttir (ríka) á Fjalli. Stefán giftist
Guðrúnu Hinriksdóttur, Gíslasonar frá Nethömrum
í ölfusinu; nam hún yfirsetukonufræði í Reykjavík
og gengdi ljósmóðurstörfum í Biskupstungum.
Árið 1888 fluttust þau frá íslandi til pingvallaný-
lendu, tóku land og bjuggu hér þar til sumarið
1892, að þau fluttust til Foam Lake-bygðar. þar
léstGuðrún árið eftir, en Stefán er þar með börnum
sínum, þegar þetta er skráð 1915.
Guðmundur Sveinbjörnsson, er fæddur 18 júlí