Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1935, Síða 20
22
ýmsir flyttust 1 bygðina seinna, þá fluttust aðrir burtu.
Allir voru landnemarnir fátaekir sem í bygðina fluttust,
þeir áttu ekkert að heita mátti, nema krafta í köglum og
vonina björtu um fagra framtíð.
Fyrstu landnemarnir voru Brynjólfur Jósefsson, Jón
Júlíus Árnason, Sigurjón Stefánsson og Jóhann Gíslason.
Námu þeir lönd sín á öndverðu ári 1889, Islenzka
landnámið var mest í T. 8, R. 13, en lönd voru einnig
numin í T. 7 í sömu röð og T. 7, 8 og 9 í R. 14. BygSin
var strjál en all-víðáttu mikil.
Hús voru flest bygð úr bjálkum úr skóginum með
moldarþaki og peningshús sömuleiðis, en fljótlega komu
menn sér upp þægilegum húsakynnum, sumir úr bjálk-
um með lofti og timburþaki, en aSrir timurhúsum.
Flestir kostuðu kaps um að koma fyrir sig gripastofni,
en aðrir lögðu jöfnum höndum rækt við akuryrkju.
Atvinnuvegir voru því akuryrkja, kvikfjárrækt og skóg-
arhögg, sem var mikill bjargræðisvegur framan af árum.
Einnig stunduðu sumir framanaf daglaunavinnu hjá
hérlendum bændum á sléttunum fyrir sunnan um upp-
skerutímann.
Þegar landnámi var að mestu lokið, fóru menn að
hugsa um félagsstarfsemi. Var fyrst stofnaður lúterskur
söfnuður, “'CypresshæSa söfnuður." Voru forkólfar að
þeirri hreifingu, Jón Júlíus Árnason og Pétur Pálsson.
En á trúmálasvæðinu vorru menn tvískiftir og varð all-
mikill styr um þessa safnaðarmyndun. LeiStogi þeirra
er andvígir voru safnaðarmyndun var Brynjólfur Jósefs-
son, sem telja má stofnanda og föður bygðarinnar.
NáSi starfsemi þessi því aldrei fram aS ganga til hlýtar.
SafnaSarbrot þetta gekst þó fyrir því að samkomuhús
var bygt, en styrks utansafnaðarmanna naut söfnuðurinn
við byggingu hússins. A þessum árum komu prestar
stöku sinnum í bygðina, svo sem þeir séra B. B. Jónsson,
séra Jón J. Clemens og fleiri, prédikuðu og framkvæmdu
önnur prestsverk. Engar skrifaSar heimildir eru til frá
þessu tímabili, alt slíkt er nú glataS. Af rústum safnaS-
arins reis MenningarfélagiS. Var fundur haldinn í húsi
Brynjólfs Jósefssonar 5. nóv. 1896 og er þess getiS þar
aS söfnuðurinn sé nú liðinn undir lok og kom mönnum