Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1935, Side 30
32
mikið til sín taka. Var hann fyrsti Islendingur í sveitinni
að skipa t>að embætti. Þegar honum óx fiskur um hrygg
efnalega keypti hann lönd og hefir rekið landbúnað jafn-
framt bví sem hann hefir stundað kaupsýslu og atvinnu-
rekstur af ýmsu tagi. Eldjárn á vandastaða og verðmesta
íbúðarhúsið í Glenborobænum; hefir hann umfangsmikið
heimili og kostnaðarsamt. Vinsælda nýtur hann jafnt
Islendinga sem hérlendra manna, hann er skynsamur
maður, vel bóklesinn í íslenzkum fræðum og minnugur,
geðspakur gleðimaður og bjartsýnn og höfðingi heim að
sækja. Styrktarmaður góður félags og safnaðarmála,
situr í safnaÖarráði og féhirðir og eftirlitsmaður
íslenzka sunnudagsskólans hefir hann verið frá fyrstu
tíð. Hann er maður í hærra lagi, svarthærður og
heldur sér vel bó farinn sé að eldast. — Eldjárn og
Margrét eignuðust tíu börn, sem öll eru á lífi og hér eru
talin: 1. Friðjón, lögfræðingur í Winnipeg. 2. Armann,
bóndi að Glenboro, giftur Lovísu Pálsdóttir frá Arnes,
Man. 3. Eldjárn, yfirkennari í Arrow River, Manitoba.
4. Margrét, vinnur við símastöðina í Glerboro. 5. Guð-
rún, gift hérlendum manni, búa i Detroit, Mich. 6. Har-
aldur. 7. Jón. 8. Vilborg Halldóra. 9. Lára, heima hjá
föður sínum. 10, Elenóra Margrét, sem fóstruð er hjá
beim hjónum Óla Anderson á Baldur. Margrét kona
Eldjárns var góðum mannkostum búin og bezta hús-
freyja, hún dó árið 1918. í október 1922 giftist Eldjárn
í annaÖ sinn. Var seinni kona hans Júlía D. Goodman,
ættuð úr Borgarfjarðarsýslu; hafði hún stundað hjúkrunar-
störf um lengri tíma. Hún er fædd 1880. Foreldrar
hennar voru Diðrik Guðmundsson og Karítas Guðmunds-
dóttir. Júlía kom hingað vestur 1914. Hún hélt áfram
hjúkrunarstarfi eftir hún giftist og batt sig lítt við heimilið
og hefir nú fyrir mörgum árum skiliÖ við mann sinn og
heimili og stundar hjúkrunarstörf af dugnaði miklum á
Gimli. Er hún kvenskörungur og mikilhæf kona. Eld-
járn býr með börnum sínum, en hefir átt undir högg að
sækja eins og margir fleiri upp á síÖkastið, hafa bessi
síðustu ár veriÖ honum bung í skauti hvað efnahag
snertir, en hann hefir bjarta trú á framtíðinni og brestur
aldrei kjark á leið til sigurs.