Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1935, Side 31
33
MAGNÚS JÓNSSON frá Fjalli í Sæmundarhlíð í
Skagafirði fæddur 1 7. júlí 1851, nam N. A. i 36-18-14
árið 1892, var það á norðurbakka Assiniboine árinnar í
fögru dalverpir. Bygði hann sér þar gott hús. í Hóla-
bygðinni dvaldi hann til
vorsins 1902aðhann flutt-
ist vestur á Kyrrahafsströnd
og búið í Westminster, B.C.
og í Blaine, Wash. síðan.
Magnús kvæntist 18 7 4
Margréti Grímsdóttir. Eiga
þau hjón einn son á lífi,
Jón að nafni, var hann full-
tíðamaður be8ar bau voru
í Hólabygðinni. Margrét
andaðist 20. ágúst 1934.
Eg skrifa ekki lengri sögu
þeirra Magnúsar og Mar-
grétar, en vrsa til æfisögu
beirra í Almanaki Ó. S. 1 h.
1929 eftir M. J. Benedict-
son og í formálanum
fyrir “Vertíðarlok” I., gefin út í Winnipeg 1920.
ÓLAFUR MIKAEL JÓNSSON fæddur á Mógili í S-
Þingeyjarsýslu á Mikaelsmessu 29. sept. 1827. Foreldrar
hans voru Jón Ólafsson Halldórssonar og kona hans
Bergljót Árnadóttir. Fluttist Ólafur með föður sínum til
Þistilfjarðar 1839, fyrst að Bægistöðum og síðar að
Hjálmarvík, sem nú er í eyði sögð. Ólafur Mikael bjó
um mörg ár á Ytra-Álandi í Þistiífirði og síðar á Kúða í
s. sveit, þar til hann fluttist til Vesturheims árið 1888.
Ólafur var gáfaður maður og höfðingi mikill í sveit, hann
hafði mikið rausnarbú á Kúðá og var búhöldur bezti og
reglumaður. I norður sveitum Þingeyjarsýslu var hann
talinn með merkustu mönnum. Var hann hreppstjóri
og sýslunefndarmaður um langt skeið þar til hann fór af
landi burt. Ólafur var glæsimenni, mesti fríðleiksmaður
og prúðmenni bæði í sjón og raun. Hann var tvígiftur
var fyrri kona hans Abigael Jónsdóttir frá Hvarfi í Bárð-