Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1935, Page 32
34
ardal. MóSir hennar var Bóthildur Björnsdóttir. Seinni
kona hans var alsystir fyrri konu Ólafs og hét Friðrika,
fædd á Hvarfi 22. sept. 1841, mun hún hafa gifst Ólafi
um 1864, er hann bjó á Ytra-Alandi, en 1869 fluttust
þau að Kúða. Þær systur voru hálfsystur Valdimars
Ásmundarsonar, ritsjóra og skálds í Reykjavík, nú fyrir
nokkuru dáinn. Ólafur og Friðrika voru fyrstu áriní Argyle
á vegum Ásmundar Asmundarsonar fótalausa, er vestur
var kominn áður, hafði Ólafur verið velgjörðarmaður
Ásmundar á íslandi og þeir mestu vinir. I Hólabygðina
fluttist Ólafur 1891 og nam N. A. i sec. 16-8-13 og bjó
þar framundir aldamótin, brugðu þau hjón þá búi og
fluttust til Argyle aftur og dvöldu þar nokkur ár, en síð-
ustu ár æfinnar vat Ólafur hjá Tryggva syni sínum og
þar dó hann 7. apríl 1907, nær áttræður. Friðrika var í
Hólabygðinni þar til 1911, að hún fór til einkadóttur
sinnar, Ábigael Hrappsteð og hjá henni var hún til dauða-
dags, 20. des. 1927. Friðrika var myndarkona, greind
og mannkostum búin. Abigael dóttir hennar lifði hana
aðeins stutta stund, hún lézt 19. jan. 1928 tæplega
fimtug, fábdd á Kúða 5. maí 1879. A lífi er af börnum
Ólafs, Tryggvi bóndi í Hólabygðinni, og hér fer næst á
eftir er hann af fyrra hjónabandi. Ólaf Mikael Jónsson
má óefað telja einn með merkustu mönnum í hópi leik-
manna, sem vestur um haf fluttust frá Islandi, fóru þar
saman mannkostir, prúðmenska, gáfur og höfðingslund.
TRYGGVl ÓLAFSSON fæddur á Ytra-Álandi í Þist-
ilfirði 1838. Foreldrar hans voru Ólafur Mikael Jó nsson,
sem um er skrifað hér að framan og Abigael Jónsdóttir,
fyrri kona hans. Tryggvi fluttist á ellefta árinu með
föður sínum að Kúða í s. sveit, þar ólst hann upp til
fullorðins ára. Til Vesturheims fór hann 1882 og settist
að í Grafton, N. Dakota og þar þjó hann í 1 0 ár og vann
þar algenga vinnu. Til Canada fluttist hann með fjöl-
skildu sína 1 892 og settist að í Hólabygðinni, þar sem
faðir hans var seztur að. Tryggvi nam s. v. j sec. I 6-8-
13, þar bjó hann til haustins 1909 að hann fluttist á land
það er Pétur Pálsson hafði ný flutt af, og búið þar síðan.
Kona Tryggva er Berglaug Guðmundsdóttir Jónssonar