Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1935, Síða 38
40
stefnt aS öðru en búskap, því um vorið 1902 yfirgaf
hann hólana og fluttist til Blaine í Washington ríkinu.
Þar hefir hann stundað verzlun, átt sæti í bæjarstjórn í
í Blaine og til ríkisþings Washingtonríkis var hann
kosinn 1922 og átt sæti þar um tíu ára þil. Andrés var
efnilegur framsóknarmaður þá hann var í Hólabygðinni,
góðum gáfum gæddur, harðskeyttur og fylginn sér, en
nokkuð ör í lund. Sjá landnámsþætti ísl. í Blaine eftir
M. J. Benedictson í Alman, Ó. S. T. 1929.
HALLDÓR JÓNSSON fæddur á Kirkjubóli í Víði-
mýrarsókn í Skagafirði um 1855. Foreldrar hans voru
Jón Jónsson og Signý Jónsdóttir. Fyrri kona Halldórs
var Steinunn Jónsdóttir, dáin 1888. Það sama ár fór
Halldór vestur um haf, fyrst til N. íslands og síðar til
Argyle og nam land vestast í bygðinni norður af Bel-
mont. Giftist í ánnað sinn 1891, Kristínu Magnúsdóttir
Sigurðssonar og Steinunnar Böðvarsdóttir frá Miðseli í
Laxárdal í Dalasýslu. Þau bjuggu í Argylebygð, en
fluttust í Hólabygðina 1898 og voru þar í tvö og hálft ár,
fóru þá til Glenboro og síðar til Baldur og loks til Selkirk,
þar sem heimili þeirra hefir verið síðustu áratugina og
farnast vel. Þau Halldór og Kristín hafa verið dugleg
og vænstu hjón, hjálpsöm og mannlunduð. Þau eiga
þrjár efnilegar dætur, Steinunn Asta, gift Jóni Eirikssyni
í Selkirk; Kristín Magnússína, gift Jóni Markússyni að
Baldur, Man. og Victoría Jóhanna Guðrún, gift hérlend-
um manni, býr í Selkirk. Halldór átti eina dóttir frá
fyrra hjónabandi, Ingibjörgu að nafni, sem dó fullorðin
stuttu eftir aldamótin. Síðan þetta var ritað er Halldór
dáinn, hann lézt í júlí 1934.
SIGRÍÐUR BJARNADÓTTIR frá Vík í Sæmundar-
hlíð í Skagafirði, nam N. A. i Sec. 36-8-14, er það á
norðurbakka árinnar. Á hæðinni þar sem hún bygði
við ána er kunnur sögustaður frá fornri tíð, ef svo mætti
að orði kveða. Þar stóð “Pine Fort” bygt 1785. eitt
fyrsta vígið, sem bygt var svo ofarlega með Assiniboine
ánni. Var það allmikið vígi og verzlunarstaður (Trading
Post) þar til 1793. Dr. D. A. Stewart, við Ninette