Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1935, Blaðsíða 39

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1935, Blaðsíða 39
41 heilsuhælið hefir samið rit um vígi þau með ánni í námunda við Ó3a Souris-árinnar (Early Assiniboia Trading Posts of the Souris-Mouth Group 1785 - 1832) og minnist hann þar á Pine Fort allgreinilega. Annar merkur Canadiskur saguritari, J. B. Tyrrell, kannaði vígisrústirnar með fram ánni 1890 og voru þá enn greinileg vegsummerki af Pine Fort og hefir hann skrifað um það ítarlega og þegar eg, sem þetta rita, kom á þessar stöðvar fyrst 1895 sáust glögg merki vígisins og merki þess að þar hefðu verið mannabústaðir á löngu liðinni tíð. — A þessum stað bygði Sigríður Bjarnadóttir. Hún kom til þessa lands 1888 með Guðmund son sinn ungann. Fyrst var hún í Nyja ísl., síðar um tíma í Dak. í Nýja isl. giftist hún Þorsteini Ásgrímssyni, en naut hans skamma stund, hann druknaði í Winnipegvatni haustið 1890 ásamt félaga súnum, Þórarni Jónssyni, bróðir Magnúsar frá Fjalli. Sigríður bjó um nokkur ár á landi sínu í Hólabygðinni með syni sínum Guðmundi, sem hér segir frá á öðrum stað. Seldi hún síðan landið, en ætið átt heima hjá honum. Sigríður er vel greind kona fróðleiksgjörn og mannkostum búin, sem hún á kyn til. Hún var eina konan sem land nam í Hólabygðinni og bjó sjálf á landeigninni. Hún er alsystir Guðbjargar Bjarnadóttir’ konu Þorbergs Jónssonar. SIGURJÓN BJÖRNSSON, fædd ur á Stórabakka í Tunguhrepp í N.-Múlas. Foreldrar hans voru Björn Sigurðsson og kona hans Guðrún Jónsdóttir. Sigurjón misti föður sinn þriggja ára og' móðir hans lét þá af búskap. Var hann þá tekinn í fóstur af Ólafi Sigurðs- syni og var hjá honum í þrjú ár. Næstu þrjú árin var hann hjá Magnúsi Sigurðssyni á Litlasteinssvaði í Hróarstungum, síðan eitt ár á Gilsárteigshjáleigu og upp frá því hjá móðurbróðir sínum, Rustikus Jónssyni á Nesi í Loðm.firði til tvítugsaldurs. Árið 1893 giftist hann Jónu Kristínu Jónsdóttir frá ísafirði, er hún systir Hinriks Jónssonar bónda við Ebor í Manitaba. Jóna er mikilhæf kona, sem hún á kyn til. Þau hjón byrjuðu búskap á Dallandi í Borgarfirði í N.-Múlas. og bjuggu þar í tíu ár. Fluttust til Ameríku 1903 og til Winnipeg og dvöldu þar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar
https://timarit.is/publication/400

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.