Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1935, Qupperneq 46
48
EIRÍKUR SUMARLIÐASON nam land í Hólabygð-
inni norðan við ána, hann var nyrðsti íslendingur í
bygðinni. Eiríkur var ættaður úr Borgarfjarðarsýslu og
hafði lært búftæði hjá Torfa í Ólafsdal á íslandi. Kona
hans var Þorbjörg Jónsdóttir Sveinbjörnssonar frá Odds-
stöðum í Lundarreykjadal í Borgarf.s,, væn kona og vel
metin, dáin 10. okt. 1910. Þau hjón áttu börn er til
manns hafa komist, kann eg ekki nöfn beirra utan
tveggja, 1. Leifur (nú Summers, hefir hann lögfest ba®
ættarnafn), er hann einn af ráðsmönnum Eatons-félags-
ins stóra í Winnipeg og 2. Ingibjörg, ekkja eftir Eymund
Guðvaldsson Jónssonar, við Elfros í Sask.—Eiríkur fluttist
hingað til lands 1887 og var hann hér og bar áður enn
hann kom í Hólabygðina. Þar var hann aðeins nokkur
ár, hann var ekki hneigður fyrir búskap og átti fremur
erfitt. Það greip hann æfintýralöngun og var hann einn
af beim sem fór til Klondyke í gull-leit laust fyrir alda-
mótin og dvaldi bar um tíma en mun ekki hafa auðgast.
Hann kom aftur en ílengdist hér ekki og flutti burt og
var á ýmsum stöðum, mun allengi hafa verið í ísl. bygð-
unum í Saskatchewan. Eiríkur var greindur maður og
vel máli farinn og mannaður í betra lagi. Hann dó 25.
nóv. 1933,
INGÓLFUR ÁRNASON fæddur 1863 á Hömrum í
Hrafnagilshrepp í Eyjafirði. Faðir hans var Markús
ívarsson, ættaður úr Eyjafirðinum, en móðir Ingibjörg
Sigurðardótfir, ættuð úr Skagafirði. Ingólfur kom til
Canada I 893, var fyrsta veturinnn í Selkirk hjá móður-
systur sinni Sæunni Sigurðardóttir, móðir séra Hjartar
Leó. Ingólfur kom til Glenboro 1894, var nokkur ár í
bænum við algenga vinnu. Laust fyrir aldamótin nam
hann N, A. i Sec. 30-8-1 3 í Hólabygðinni og bjó bar til
ársins 1921 að hann seldi landið og flutti til Cypress
River og hafði barm starfa í mörg ár að hirða bæjarskól-
ann. Kona Ingólfs er María Frímansdóttir, hét faðir
hans Þorvaldur Kristján Agúst sonur séra Jóns er bjó á
Hólum í Eyjafirði. var sá Jón sonur Jóns lærða í
Möðrufelli, prests til Grundarbinga. Börn beirra
Ingólfs og Maríu eru: 1. Jean Ágúst Halldóra, gift