Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1935, Síða 54
56
I.
Arthur Middleton Reeves var fæddur 7. október
1856 í borginni Cincinnati, í Bandaríkjunum og ólst
þar upp fyrstu tíu ár æfi sinnar; fluttist hann þá
með foreldrum sínum á sveitarbýli í nágrenni við
borgina Richmond í Indíana og átti þar jafnan síð-
an heimilisfestu, þegár hann var ekki í ferðalögum.
Hann var af góðu bergi brotinn; faðir hans, sem
búið hafði við þröngan kost framan af, gerðist,
með framsækni, ráðvendni og iðjusemi, áhrifamað-
ur og auðugur vel. Naut Arthur því ágætrar upp-
fræðslu í æsku og varð snemma víðförúll. Á ferm-
ingaraldri ferðaðist hann með foreldrum sínum og
systrum um Norðurálfu og Miðjarðarhafslöndin;
reit hann þá, þó korungur væri, dagbækur yfir
það helsta, sem fyrir augun bar, er vitna glögt um
skarpa eftirtekt hans og meðfædda frásagnargáfu.
Haustið 1872 hvarf hann heim til Richmond og hélt
áfram úndirbúningsnámi sínu, en jafnframt lærði
hann prentiðn og kom upp prentsmiðju, sem færði
brátt út kvíamar undir forsjá hans; ráðdeild hans
og athafnasemi komu því snemma á daginn, en
aldrei beindust þær hjá honum að auðsöfnun einni
saman.
í september árið eftir innritaðist Reeves í Cor-
nell-háskólann, en sökum veikinda lauk hann ekki
námi fyr en vorið 1878. í fyrstu bar lítið á honum,
því að hann var dulur í skapi og seintekinn, en
frábærar gáfur hans og annað atgerfi drógu að sér
athygli kennara lians og skólasystkyna er stúndir
liðu og á seinni háskólaárum sínum var hann for-
ystumaður í andlegu lífi stúdenta, meðritstjóri viku-
ritsins “The Cornell Era” og ritstjóri ársritsins
“The Cornelian”; síðasta skólaár sitt gaf hann
einnig út vikublað með myndum, sem stóð með
miklum blórna meðan hans naut við. Hafði hann
því sannarlega æði mörg járn í eldinum. En þó
hann rækti nám sitt vel og léti mikið til sín taka
ýms menningarmál, tók hann einnig drjúgan þátt