Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1935, Blaðsíða 57
59
Bayard Taylor, sem þá var sendiherra Bandaríkj-
anna í Þýsklandi; má óhætt ætla, aS þau kynni
hafi ekki dregið úr íslandsást Reeves eða áhuga
hans á íslenzkum fræðurn því Taylor, sem sótt
hafði þjóðhátíðina 1874, var jafnan einlæglega vin-
veittur íslendingum og aðdáandi íslenzkra menta,
eins og ágætiskvæði. hans til íslands og ferðalýs-
ingar hans þaðan sýna deginum ljósar. ('Smbr. rit-
gerð mína “Bayard Taylor”, í Eimreiðinni”, XXXVI,
2. hefti, 1930.)
Seint þá um haustið hélt Reeves aftur vestur um
haf í átthaga sína. Höfðu þeir vinirnir, Fiske og
hann, ákveöiö íslandsför á komandi sumri (1879) ;
til undirbúnings þeirri ferð las Reeves nú af kappi
íslenzka tungu, en áhugi hans á norrænum fræð-
um gaf honurn byr í seglin við námið; varð hann
svo fær í málinu, að þegar til íslands kom gat
hann bæði skilið það og talað sæmilega.
í bréfum til ættingja sinna lýsir Reeves höfuð-
viðburðunum í íslandsferðinni; einnig er til brot af
ferðasögu, sem hann samdi stuttu eftir heimkomu
sína. Hann hefir auðsjáanlega, engu síður en
Piske, nálgast íslandsstrendur fullur eftirvænting-
ar. Bréf til móður hans, ritað á skipsfjöl í landsýn
við ísland, hefst á þessum orðum: “Klukkan fimm
síðdegis í dag sáum við ísland—í móðu og ógreini-
lega—en ísland eigi að síður”. Virtust honum
klettóttar strendur landsins ærið eyðilegar, en
hrikalegar og sérkennilegar.
Þeir félagar stigu á land í Húsavík við Skjálfanda
laust fyrir miðjan júlí. Lýsir Reeves húsakynnum
og lífinu þar í þorpinu all ítarlega og ágætum við-
tökum, sem þeir ferðalangarnir áttu þar að fagna,
eins og annarsstaðar á íslandi; inn í þá frásögn
fléttar hann athugasemdir um íslenzka menningu
alnrent og ýmsan landfræðislegan og sögulegan
fróðleik. Fylgir hann sömu venjunni annarsstaðar
í ferðasögu sinni og verður hún því næsta alhliða
lýsing á landi og þjóð.