Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1935, Page 64

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1935, Page 64
66 höggvið er of nærri bókstafsmerkingu frumritsins;' miðlungsmenn í þýðingum steyta löngum á því skerinu. En fjarri fer, að Reeves eigi sálufélag í þeim hóp. Þess er þó ekki að dyljast, að kvæða- þýðingarnar í sögunni standa óbu'ndna málinu að baki, og er slíks að vænta. Mýktin og viðkvæmnin í vögguvísunum Ijúfu, “Ljóshærð og litfríð og létt undir brún”, hefir stórum glatast í flutningnum, enda hefir þýðandinn — með það fyrir augum, að kynna enskumælandi lesendum sérkenni íslenzks skáldskapar ■— haldið stuðlum og höfuðstöfum írumkvæðisins, en slík hljóðasambönd verða frem- ur hrjúf í ensku nútíðarmáli. Mun betur hefir Reeves tekist þýðingin á “Ó, fögur er vor fóstur jörð”, sem er lipur og þræðir frumkvæðið næsta nákvæmlega að efni. Greinilegar og ítarlegar skýringar neðanmáls, á sögulegum atriðum, íslenzkum staðháttum og venj- um, gera erlendum lesendum þýðinguna miklu' að- gengilegri en ella væri, og greiðar um vik, að fylgja sögupersónunum í spor og skilja rétt sálarlíf þeirra. Nafn Reeves hefði því átt skilið, að geymast lijá íslendinum fyrir það eitt, að hann sneri, með svo mikilli prýði, þessari fyi’stu íslenzku nútíðarskáld- sögu, á útbreiddasta heimsmálið. Þó vann liann íslendingum langt um stærra nyt- semdarverk og sjálfum sér varanlegt fræðimanns- nafn með höfuðriti sínu u'm Vínlandsferðimar, en hann hafði, eins og fyr segir, unnið að samningu þess árum saman og viðað að sér efni í það með óþreytandi elju og ærnum tilkostnaði. Það var prentað í Lundúnum 1890 (sama árið og þýðing hans á Pilti og stúlku) og nefnist — The Finding of Wineland the Good, The History of the lce- landic Discovery of America. Edited and translated from the earliest records by Arthur Middleton Reeves. Var hér um að ræða glæsilegt fræöimann- legt afrek, enda hafði höfundurinn dregið föngin víðsvegar að og notið aðstoðar mai'gi’a hinna fremstu norrænufræðinga á Norðu'rlöndum. (Smbr. formála hans.).
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar
https://timarit.is/publication/400

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.