Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1935, Síða 64
66
höggvið er of nærri bókstafsmerkingu frumritsins;'
miðlungsmenn í þýðingum steyta löngum á því
skerinu. En fjarri fer, að Reeves eigi sálufélag í
þeim hóp. Þess er þó ekki að dyljast, að kvæða-
þýðingarnar í sögunni standa óbu'ndna málinu að
baki, og er slíks að vænta. Mýktin og viðkvæmnin
í vögguvísunum Ijúfu, “Ljóshærð og litfríð og létt
undir brún”, hefir stórum glatast í flutningnum,
enda hefir þýðandinn — með það fyrir augum, að
kynna enskumælandi lesendum sérkenni íslenzks
skáldskapar ■— haldið stuðlum og höfuðstöfum
írumkvæðisins, en slík hljóðasambönd verða frem-
ur hrjúf í ensku nútíðarmáli. Mun betur hefir
Reeves tekist þýðingin á “Ó, fögur er vor fóstur
jörð”, sem er lipur og þræðir frumkvæðið næsta
nákvæmlega að efni.
Greinilegar og ítarlegar skýringar neðanmáls, á
sögulegum atriðum, íslenzkum staðháttum og venj-
um, gera erlendum lesendum þýðinguna miklu' að-
gengilegri en ella væri, og greiðar um vik, að fylgja
sögupersónunum í spor og skilja rétt sálarlíf þeirra.
Nafn Reeves hefði því átt skilið, að geymast lijá
íslendinum fyrir það eitt, að hann sneri, með svo
mikilli prýði, þessari fyi’stu íslenzku nútíðarskáld-
sögu, á útbreiddasta heimsmálið.
Þó vann liann íslendingum langt um stærra nyt-
semdarverk og sjálfum sér varanlegt fræðimanns-
nafn með höfuðriti sínu u'm Vínlandsferðimar, en
hann hafði, eins og fyr segir, unnið að samningu
þess árum saman og viðað að sér efni í það með
óþreytandi elju og ærnum tilkostnaði. Það var
prentað í Lundúnum 1890 (sama árið og þýðing
hans á Pilti og stúlku) og nefnist — The Finding
of Wineland the Good, The History of the lce-
landic Discovery of America. Edited and translated
from the earliest records by Arthur Middleton
Reeves. Var hér um að ræða glæsilegt fræöimann-
legt afrek, enda hafði höfundurinn dregið föngin
víðsvegar að og notið aðstoðar mai'gi’a hinna
fremstu norrænufræðinga á Norðu'rlöndum. (Smbr.
formála hans.).