Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1935, Síða 72
74
lians fóru snemma í vistir þó þær væru ungar. —
Fclk, sem kyntist þeim Guðvaldi og Kristínu á þeirn
árum, hefir oft fariö lofsamlegum orðum um þab
hvað þau sýndu mikla þrautseigju, atorku og liug-
prýði í hinni ströngu baráttu, sem þau urðu að
neyja hin fyrstu frumbýlings-ár sín í Vesturheimi.
Mnn vinur þeirra hefir sagt urn þau, að í hendu'r
hafi haldist ráödeild og atorka Guðvalds, og þrifn-
aður og reglusemi Kristínar; að gestrisnin hafi verið
hin sama og áður, þó þröngt væri í búi hjá þeim
eftir að þau settust að á landi sínu á Sandhæðunum
í N.-Dakota, enda hafi þar sjaldan verið gestalaust.
Árið 1899 seldu þau Guðvaldur og Kristín landið
á Sandhæðunum og fluttust til Roseau-bygðar í
Minnesota. Og fluttu þau búslóð sína alla: skepn-
ur, verkfæri og húsmuni. Þeir Guðjón og Ey-
mundur, synir þeirra, námu þar sitt landið hvor
með heimilisrétti; en Guðvaldur gat ekki fengið
þar land með heimilisrétti. Á landi Eymundar
bygðu þeir feðgar stórt og vandað íbúðarhús, og
stóð það á ofurlítilli hæð á bakka Roseau-árinnar.
Og eins bygðu þeir góð útihús fyrir hesta, naut-
gripi og sauðfé. Var þetta heimili eitt hið mesta
og bezta í íslenzku nýlendunni í Roseau, og minti á
hin fornu höfuðból á íslandi, því að þar var
einhver raunsnarblær á öllu þar. Og þama áttu'
þau Guðvaldur og Kristín heima í átta ár. — En
vorið 1907 fluttust þau norður til Saskatchewan-
fylkis í Canada, og námu land með heimilisrétti í
íslenzku nýlendunni nálægt Elfros. Eymundur
sonur þeirra nam þar líka land, þétt við land for-
eldra sinna, og reisti liann þar stórt og sérlega vand-
að íbúðarhús þá um sumarið (1907). í því húsi
áttu þau Guövaldur og Kristín heima, þangað til
árið 1915, að þau brugðu búi. Fluttist Kristín þá
til dætra sinna, Sigurveigar og Sigþrúðar, í Elfros-
bæ; en Guðvaldur var hjá Eymundi þangað til um
haustið 1922. Eymundur lézt í september þá um
haustið, og var Guðvaldur eftir það í Elfros. Hann