Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1935, Blaðsíða 76
78
ásamt með heimilisfólki mínu, notið vináttu þeirra
og góðsemi. Þau Guðvaldu'r og Kristín voru sann-
arlega tryggir vinir svo lengi sem Iþau lifðu. Pinst
mér því nelzt, að eg eiginlega æfinlega hafa þekt
þau.
“Kristín sál. var skýr og vel gefin kona og bók-
lineigö. Las hún æði-mikið, þrátt fyrir það þó hún
væri sfí-vinnandi frá rnorgni til kvölds. Sóttist hún
eftir ýmiskonar fróðleik í bókum þeim og blöðum,
sem hún las, og þó einkum íþeim fróðleik, sem
snerti hin andlegu mál, — trúarbrögðin og hið
kirkjulega starf. Hún var trúhneigð mjög og
einkar einlæg í sínum kristindómi og iastheldin viö
sína barnatrú. Enda má með réttu segja, að trú
hennar hafi borið ávexti í heiðarlegu líferni og
kærieiksríkii framkomu. Unaður mun það ávalt
hafa verið henni, að rétta þeim hjálparhönd, sem
voru' þurfandi, og að styðja þá á ýmsan hátt, sem
eitthvað áttu bágt.
“Mér fanst hún vera eftirtektarverð kona fyrir
sakir ýmsra góðra kosta, er prýddu persónu hennar
og framkomu, og ennfremur það, hvað þýtt og ljúf-
lynt gamalmenni hún var síðustu árin. Einkum er
það eitt í fari hennar, sem alt af stendui- mér
skýrt fyrir hugskotssjónum, það er hin sérstak-
lega eftirtektarverða gestrisni hennar. — Að
sönnu er oft mikið talað um gestrisni íslendinga í
heildinni, og víst má svo gera. En jafnvel í því
efni eru iþó vissar persónur, sem eru “höfði hærri
en lýðurinn.” Mrs. Jackson var ein af þeim. Gest-
risni hennar var sérstaklega heil og óskift, hjart-
næm og fölskvalaus. Nutu hennar margir, því í
gestrisni sinni var hún jöfn við alla. Páar hendur
munu hafa fimari verið en hennar, og um leið
mýkri, í meðferð á kaffikönnunni. Enda var það
oft ljúffengur drykkur, er kaffikannan hennar lét
gestunum í té. Og mætti virðast að það væri
næsta fróðlegt, að vita tölu á öllum þeim kaffi-
bollum, er hún, á vegferð sinni hér, veitti gestum.
í sambandi við gestrisni hennar hefi eg oft hugsað