Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1935, Side 82
84
og skildi hvarvetna eftir djúp og svíðandi sár. Foreldrar
mínir mistu son sinn á unga aldri. Ekki man eg til að
Herdís fengi bóluna. — Herdís var mjög vel gefin til sálar
og líkama, með afbrigðum greind og mæta vel hagmælt,
ætíð glöð og ætíð reiðubúin til* að hjálpa, hver sem með
þurfti, og hún gat til náð; enda kom það sér vel þenna
hörmunga-vetur í Mikley, bæði hjá okkur og annarstaðar.
að einhver væri, sem bæði hafði vilja og þrótt til að hjálpa
og líkna. Og gerði Herdís sannarlega það, er hennar kraft-
ar leyfðu. — Sumarið 1877 giftist hún Jóhannesi Bjömssyni
(Bray) frá ósi á Skógarströnd. Voru þau gefin saman,
ásamt tvennum öðrum hjónum, undir beru lofti, af séra
Jóni Bjarnasyni. Svo að segja mátti, að í kirkju þeirri, er
Herdís var gift, hafi sannarlega verið hátt til lofts og vítt
til veggja; og gat ekkert verið, sem betur samsvaraði
hennar göfuga og hreina hugarfari. Þetta haust bygðu þau
hjónin sér kofa nálægt kofa okkar (þetta gátu ekki kallast
hús), og var hún eftir sem áður í óslitnu sambandi við
okkur, að þvi 'leyti, að við nutum hennar glaðvæm um-
gengni og uppörvunar, sem ekki veitti af á þeim erfiðu
tímum. Meðal þeirra, sem settust að á eynni, var hinn al-
kunni snillingur, Kristján Jónsson frá Geitareyjum. Hann
var aldavinur Herdísar, meðan hann lifði. —- Árið 1878
fluttust þau Jóhannes og Herdís til Winnipeg og settust að
á Point Douglas; þar bjuggu þau, þar til að þau fluttust
vestur í bæinn og settust að á McMicken St. og Ellice Ave.;
og þar bjuggu þau, þar til að Jóhannes dó (árið 1903).
Eftir það fluttist Herdís að 426 Langside St., og bjó þar til
dauðadags. — Ári síðar er Herdís fluttist til Winnipeg,
flutti eg þangað, og hefi altaf átt heima í Winnipeg síðan.
Svo við vorum altaf í nágrenni, og eg naut þeirrar ham-
ingju, að umgangast þessa tryggu og göfugu vinkonu mina
fram til hinstu stundar. Blessuð sé minning hennar.”
Þessi fögru og vel sögðu orð hinnar góðu vin-
konu Herdísar eru, að mínu áliti, í alla staði sönn
og rétt. Enda hafði þessi kona náin kynni af Her-
dísi í rúma hálfa öld, og vissi vel um hagi hennar
allan þann tíma; vissi um baráttu hennar á frum-
býlings'-árunum; vissi um hina dæmafáu góðgerða-
semi og höfðingskap, hreinlyndi hennar, trygð og
staðfestu.
Það var vorið 1882, að eg fyrst komst í kynni við
þau Jóhannes og Herdísi. Þau áttu þá heirna á
Point Douglas í Winnipeg. Eg var þar í nágrenni
við þau í nokkur ár, og kom iðulega í hús þeirra.
Þar var oft gestkvæmt, og var á móti öllum tekið