Ársrit Verkfræðingafjelags Íslands - 01.01.1914, Blaðsíða 3
I. Stofnun Verkfræðingafjelags ísiands og störf þess.
Stofnun.
Verkfræðingafjelag íslands var stofn-
að á fundi sem haldinn var á Hótel Reykjavík
föstudaginn 19. apríl 1912. Voru þar 13 verk-
fræðingar og aðrir verkfróðir menn saman komnir.
Voru þeir:
Ásgeir Torfason,
Benedikt Jónasson,
O. Forberg,
M. E. Jessen,
Jón ísleifsson,
Jón Þorláksson,
Th. Krabbe,
Rögnvaldur Ólafsson,
P. Smith,
Sig. Thoroddsen,
K. Zimsen,
G. Zoega,
Þórarinn Kristjánsson.
Fundarstjóri var K. Zimsen, ritari Rögnvaldur
Ólafsson. Lagafrumvarp lá fyrir, er samið höfðu
Jón Þorláksson, Th. Krabbe og P. Smitli. Var það
samþykkt með nokkrum smábreytingum, og var með
því fjelagið stofnað. Gengu allir fundarmenn í fjelagið.
Formaður fjelagsins var kosinn Jón Porláksson,
í stjórn þess: Th. Krabbe, Rögnvaldur Ólafsson og
P. Smith. Endurskoðendur voru kosnir: Sig. Thor-
oddsen og G. Zoega.
Á fyrsta stjórnarfundi skifti stjórnin verkum
þannig, að varaformaður var Th. Krabbe, ritari
Rögnvaldur Ólafsson, fjehirðir P. Smith.
Stofnun fjelagsins var þegar tilkynnt ýmsum úl-
lendum fjelögum.
2. Lög ljelagsins,
eins og pau voru samþykkt á I'undinum 19. april 1912:
1. gr. Fjelagið heitir »Verkfræðingafjelag ís-
lands« og hefur aðsetur sitt i Reykjavik.
2. gr. Tilgangur fjelagsins er að efla fjelagslyndi
meðal verkfróðra manna á íslandi og álit visinda-
legrar mentunar í sambandi við verklega þekkingu,
að gæta hagsmuna stjettarinnar í hvívetna og styrkja
stöðu hennar í þjóðfjelaginu. Tilgangi sínum leitast
fjelagið við að ná með því að halda fundi með fyrir-
lestrum og umræðum, og þess utan á hvern þann
hátt, sem heppilegur þykir á hverjum tíma til efl-
ingar þessum eða þvílíkum tilgangi.
3. gr. Inntöku í fjelagið getur hver sá fengið,
sem hefur tekið burtfararpróf við æðri mentastofnun
verklega, og veitir fjelagsstjórnin slikum fjelagsmönn-
um inngöngu. Ennfremur má veita inntöku öðrum
fjölvirkjum, sem teljast til þess hæfir. Stjórnin getur
borið fram tillögu á fjelagsfundi um inntöku slíks
fjelagsmanns, enda haíi þess verið getið i fundarboð-
inu, og er umsækjandinn tekinn í fjelagið, ef hann
fær 1 2 3 4/3 greiddra atkvæða á þeim fundi. Fjarverandi
fjelagsmenn geta greitt atkvæði skrillega.
4. gr. Nýir fjelagsmenn slculu senda stjórninni
æfisögu sína og mynd af sjer, og skal geyma livort-
tveggja í safni fjelagsins.
5. gr. Fjelagsárið er almanaksárið.
6. gr. Árstillagið er 20 kr., og skal það inn-
heimt fjelagsmönnum að kostnaðarlausu fyrir hvert
missiri fyrirfram. Hafi fjelagsmaður ekki goldið til-
lag sitt í síðasta lagi hálfu ári eftir gjalddaga, getur
stjórnin felll hann af fjelagsskrá að undangenginni
aðvörun.
7. gr. Úrsögn úr fjelaginu skal bundin við miss-
iramót, og skal hún lilkynt formanni skriflega.
8. gr. Til aðalfunda skal stjórnin boða með
brjeflegri tilkynningu til fjelagsmanna með 7 daga
fyrirvara, og skal dagskráin tilkynt í fundarboðinu.
9. gr. Hinn árlegi aðalfundur skal haldinn í
febrúar, og skal þar tekið fyrir:
1. Skýrsla um störf fjelagsins á liðnu ári.
2. Reikningsskil.
3. Tillögur frá stjórninni, eða frá fjelagsmönnum, ef
afhentar hafa verið stjórninni fyrir 15. janúar.
4. Kosning formanns, stjórnar og tveggja endur-
skoðenda.
10. gr. Aðra aðalfundi skal kalla saman, þegar
stjórninni þykir ástæða til, eða 5 menn skora á liana.
Slíka aðalfundi má ekki halda nema á timabilinu
frá 1. okt. til 30. apríl.