Ársrit Verkfræðingafjelags Íslands - 01.01.1914, Blaðsíða 28

Ársrit Verkfræðingafjelags Íslands - 01.01.1914, Blaðsíða 28
Á Bjargtanga-, Skagatáar- og Flateyjarvitunum er sólventill, syslem Dalén. Brimnesvitinn (á Seyðisfirði) er járnsteypt Ijós- ker er stendur á bjarginu; Ijóskrónan er 4. fl., Ijós- tækið (frá Martin Viig í Kristianiu) er steinolíulampi með olíuforða fyrir viku í senn, og með myrkinga- áhaldi sem snj^st vegna lampahitans. í vitanum eru mislit horn (rauð og græn). Ljósmagn hvíta ljóssins er 72 hefnerkerti. Ljóskerin eru öll frá S. H. Lundh & Co. í Kris- tianiu, járngrindurnar frá Erik Ruud s. st. Kostnaðurinn við þessar vitabyggingar hefir verið hjer um bil: kr. kr. Bjargtangavitinn .- 10450 Kálfshamarsvitinn 6250 Skagatáarvitinn 13300 Flateyjarvitinn 14450 44450 Brimnesvitinn 1800 Samtals kr. 46250 Ennfremur hefur í Máfabót í Hörgslandsfjöru verið reist 16 m hátt sjómerki og skipbrotsmanna- liæli, ásamt stikum meðfram fjörunni og til byggða. Var þelta framkvæmt á kostnað útlendinga, sjerstak- lega Englendinga í Hull. 4. Hafnarvirki. Samkvæmt samningi milli bæjarstjórnar Reykja- víkur og N. C. Monberg, Kaupmannahörn, 17. maí 1913 var í aprílmánuði byrjað á Reykjavíkur höfn. Auk ýmislegs undirbúnings (hraularlagning, bygging verkstæðis o. fl.) var unnið (undir stjórn verkfr. N. P. Kirk) að Grandagarðinum og hann um árslok 1913 kominn mesta leið út í Örfirisey. Til verksins var útborgað úr bæjarsjóði 219000 kr. 5. Hafmagnsstöðvar. a. Sumarið 1913 var undir umsjón Guðmundar verkfræðings Hlíðdal byggð rafmagnsslöð á Seyðis- firði. Aílvakinn er 75 hesta vatnstúrbína, en auk þess er svo til ætlast og um búið, að önnur hjer um bil 100 hesta túrbina verði síðar selt upp við hliðina á þessari; er bæði húsið, vatnspipur og annar útbún- aður nægur til þess. Krafturinn er tekinn úr Fjarðará, í dalnum upp af Seyðisfirði, rúma 2 km inn af bænum. Fallhæðin er 50 m og vatnspípulengdin 400 m. Húsið er stein- steypuhús með ibúð fyrir stöðvarstjórann. Snúnings- hraði túibínunnar er 1000 á mínútu. Við hana er tengd rafmagnsvjelin, sem framleiðir þríhliða breyti- straum, 70 K. V. A. (kílóvoltamper), 3000 volt, og er aflið leitt með þessari háspennu inn að Seyðisfjarð- arkaupstað og spennunni breytt þar á 5 stöðum nið- ur í 120 og 208 volt. Til þess eru notaðir transfor- matórar á járnstaurum. Annars eru allar leiðslur, bæði háspennta leiðslan og göluleiðslan, festar á trjá- staurum. Leiðsluefnið er kopar. Seyðíirðingar nota rafmagnið aðallega til Ijósa, en þó eru þeir einnig lítilsháttar byrjaðir að nota það til suðu. Kostnaðurinn við stöðina hefir orðið alfs hjer um bil 75000 krónur. Allt efni og vjelar til stöðvarinnar er frá fjelag- inu Siemens Schuckert í Kaupmannahöfn. b. Árið 1913 var gjörð rafveita á Siglufirði. Aflið er tekið úr Hvanneyrará, vestanverðu fjarðar- ins, hjer um bil 700 m frá aðalkaupstaðnum á »Eyr- inni«. Fallhæðin er 120 m. Pipurnar eru 175 m/m víðar stálpípur, heilvalsaðar, þ. e. samskeytalausar; öll lengd þeirra er hjer um bil 340 metrar og eru þær grafnar í jörðu. Aílvakinn er 40 hesta peltontúrbína, sem þó um stutta stund getur iátið í tje 50 hesta afl. Automa- tiskur gangstillir lieldur snúningshraðanum jofnum, en hann er 1250 á mínútunni. Auk þess er þrýstings- stillir í pípunuin, til þess að koma i veg fyrir að þrýstingurinn geti skyndilega vaxið mjög og valdið skemdum. Ásar túrbínunnar og rafmagnsvjelarinnar eru tengdir saman með leðurbandlengslum. Orka raf- magnsvjelarinnar er 26 kílówatt en spennan 2 X 230 volt. Rafmagnstaugarnar eru lagðar á trjestaurum og eru allar úr óeinangruðum koparþræði. Iíaupstaðurinn Ijet byggja rafveituna á eigin kostnað og var Jón verkfr. ísleifsson ráðanautur kaupstaðarins, en P. Sinith símaverkfræðingur útveg- aði vjelarnar ásamt öllu efni t:l raftauganna og ann- aðist uppsetningu á þessu. Guðni Þorláksson í Reykjavík tók að sjer að gjöra stífluna, stöðvar- húsið og pípulagninguna. Rafveitan kostaði hjer um bil 25000 krónur. 6. Mannvirki Reykjavíkuibæjar 1913. Undir umsjón Benedikts bæjarverkfr. Jónassonar holræsi (cementspípur) og kostuðu þau um 29000 kr.; voru árið 1913 i Reykjavík lagðar samtals um 3175 m götur og gangsljettir voru lagðar fyrir saint. 11000 kr.

x

Ársrit Verkfræðingafjelags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit Verkfræðingafjelags Íslands
https://timarit.is/publication/404

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.