Ársrit Verkfræðingafjelags Íslands - 01.01.1914, Blaðsíða 12

Ársrit Verkfræðingafjelags Íslands - 01.01.1914, Blaðsíða 12
12 7 kg/cm2, en það yrði þó víst allt of flókið. Óvíst tel jeg, hvort þessi grjótdrýging er hyggileg í íbúðar- húsum, þykir líklegt að stórir steinar í veggjunum auki heldur hitaleiðslu þeirra. þykkt útveggja úr steinsteypu mun í einlopta húsum — eða á efri eða efstu bæð í marglopta hús- um — upp á styrkleikann að gera, vera nægileg 23—24 cm, ef ekki er um því stærri hús að ræða. Þessi þykkt er ákveðin í bsmþ. okkar, en enginn munur gerður á stórum húsum og smáum. Erlendis mun víðast hvar — a. m. k. í öllum þeim bæjum, sem mjer er kunnugt um — heimtuð í minnsta lagi IV2 steins þykkt á úlveggjum (o: 35—38 cm eptir steinstærðinni). En þá er ekki að eins litið á styrkleikann, heldur og skjól gegn kulda og úr- komu, því að alltaf má búast við, að slagviðrisrign- ing komist alla leið gegnum vegginn, ef hann er ein- hlaðinn, eða þverbandssteinar ná alla leið í gegnum hann. En ekki veit jeg til að timburveggir sjeu nú leyfðir sem skjólveggir innan við útveggi i borgum er- lendis, nema þá sem hrein undantekning, t. d. í ein- býlishúsum. Fyrirmæli bsmþ. um þykkt steypuveggja virðist mjer því aðallega verða að miða við styrkleika og þjettleika þeirrar steypu, sem mest yrði notuð og Jeyfð væri, og býst jeg við að það yrði steypa 1:4:8 (— 1 : 4 : 7), og á þann veg, að tekið sje tillit til stærðar hússins. í erlendum bsmþ. og byggingar- lögum er veggjaþykkt miðuð við múrsteinsstærðir og hlej'pur á hálfum steini (= 1 steinbreidd). Þetta er eðlilegt þar, sem nál. eingöngu er byggt úr múr- steini. Hjer er öðru máli að gegna, þar sem mönn- um er innan handar að sníða þykkt steypuveggjanna eptir þeim styrkleika, sem þeir þurfa að hafa; en hann stendur í venjul. húsum að mestu leyti í beinu hlutfalli við stærð þeirra (breidd og hæð). Virðist mjer því beinast liggja við að fyrirmæli bsmþ. sníði veggþykktina eftir stærð húsanna. Nú vill svo vel til, að til eru reglur í þá átt, viðurkenndar af reynaum byggingamönnum. Á jeg þar aðallega við reglur Rondelets, sem liann bjó til eptir nákvæmri mælingu mesta fjölda búsa af öllu tagi. Reglur hans hljóða í stuttu máli svo: Hlið- veggir húsa, sem hafa burðarvegg innanhúss, sjeu að þykkt 7 48 af samanlagðri breidd hússins innan- máls og bæð undir þak. þykktarmunur veggjanna frá einni bæð til annarar verður þannig 1/.i8 hæðar- ionar. í húsum sem engan hafa millivegginn, sje veggþykktin breiddarinnar -j- J/.ts hæðarinnar undir þak. — Þetta eru allt þykktar/d(/fnör7c, Rrey- inann telur miðlungs veggi eiga að vera 3 cm þykk- ari en þetta, og sterka veggi öðrum 3 cm þykkari. Iíeglurnar eru miðaðar við múrsteinsveggi kalkímda. Með hliðsjón af þessum reglum virðist auðvelt að gera handhæg fyrirmæli um veggjaþykkt í steypu- húsum, og hafa mætti hlutföllin svipuð, því að eptir venjulegu verklagi hjer mun steypu 1:4:8 alls elcki ætlandi meira burðarmagn en venjulegum tígulsteins- múr kalklímdum. Svipuð ákvæði og um útveggi mætti og gera um innveggi. Þykktaraukning þeirra veggja, sem ekki eru burðarveggir, getur þó auðvitað verið önnur og minni. Að eins hygg jeg óráðlegt að leyfa nokkurn útvegg, sem ekki er beinlínis vatns- heldur, þynnri en 23 cm, og svo þunnir veggir duga ekki einir saman utan að íbúðarherbergjum. Hygg jeg að heimla beri skjólvegg innan við þynnri út- veggi en 32 cm (12"). — Loks ælti að reisa einhver takmörk við lengd steypuveggja milli þverveggja úr sama efni, t. d. að öllum jafnaði ekki yfir 10 m. Á svipaðan hátt mætti setja reglur um járnbenta steypu í veggjum, stigum og gólfum eða loptum. Jeg get búizt við að steypulopt fari að verða algengari hjer eptir. Timbur er orðið svo geysidýrt, að steypu- lopt verður naumast dýrara, þar sem haíið milli burðarveggja er mikið og bitar því þurfa að vera háir, jafnvel þó að ofan á steypuna væri lagt timbur- gólf á plönkum og fyllt undir deigulmó eða þessk. Að öllu samtöldu' verður timburgólfið ofan á steypu fullt eins gott og línóleum eða þess konar efni. Trje- bitar fara aftur á móti ekki meir en svo vel í steypu- veggjum og sízt lízt mjer á að hafa nokkrar um- búðir um bitaendana aðrar en að karbólínbera þá. Ekki hygg jeg að óttast þurfi »indspænding«, þó að steypt sje utan um endana, trjeð rýrnar nægilega með tímanum, að jeg held, til þess að sú bælta sje úti- lokuð. Frekara ætla jeg ekki að fara hjer út í stein- steypuákvæði. Um trjesmíði þarf ekki að breyta núver. bsmþ. mjög mikið. Þó held jeg ekki væri úr vegi að miða fjarlægð gólfbita hvers frá öðrum nokkuð við þykkt gólfborðanna, sem ofan á þá eiga að koma. En áður en jeg skilst við þetta mál að þessu sinni vildi jeg taka það fram, að bsmþ. ætti frá upp- hafi til enda að vera eftir föngum gerð svo úr garði, að hún styddi sem mest að meiri vöndun í húsa- gerð en opt á sjer slað, þannig að mönnum yrði gert sem óhægast að komast upp með hroðvirkni. Þó að svo kunni að sýnasl, sem þessu fylgi aukin útgjöld, þá er það þó ekki nema í svip, og tel jeg því ekki að með þessu væri farið í pvngju þeirra, sem byggja, að þeim forspurðum. Sje þetta gert með allri gát, er það miklu fremur lil þess að hlífa henni við auknum útgjöldum í framtíðinni. Við- haldsþöríin verður öllu ríkari hjer en í nágranna- löndum okkar, og það að því skapi, sem hjer er harðviðrasamara en þar er víðast hvar. Sje jeg ekkert ráð hyggilegra en það, að í bsmþ. væri byggingar- nefnd heimilað að krefjast þess, að fyrir hverju verki, er valdsvið hennar nær til, stæði maður, sem að hennar

x

Ársrit Verkfræðingafjelags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit Verkfræðingafjelags Íslands
https://timarit.is/publication/404

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.