Ársrit Verkfræðingafjelags Íslands - 01.01.1914, Blaðsíða 11
raannfjölda (og líklegri aukning hans) og er í lægsta
fiokknum ekki leyft að byggja hærri hús en tvílopta.
Timburhús eru þar hvergi leyfð hærri en tvílopta.
Virðist mjer þetta vel fallið til eptirbreytni. Því
mannfleiri sem bærinn er, því frekari ástæða er til
að auka þjettbýli og hæð húsa, og því meiri tök eru
einnig á að afla slökkvitóla og björgunartækja. En þá
er og Ijóst að miklu skiptir, hvort húsin eru gerð úr
eldfimu efni eða óeldnæmu. í núgildandi bsamþ. er
bannað að byggja timburhús hærri en tvílopta eða
vegghærri en 14 álnir, en þó er leyfð íbúð á 3. gólfi
og kvistir á þaki takmarkalaust. Þvi er nú lcomið
sem komið er, að hjer er á mörgum tvílopta húsum
kvistur við kvist og bæði illt og skoplegt að sjá. Slík
hús eru í rauninni þrílopta, en bæði hættulegri, dýr-
ari og fjótari en þrílopta hús með beinum vegg alia
leið. — Þessu ber að sjálfsögðu að brejda með nýj-
um ákvæðuin í bsmþ. og hví skyldum við leyfa
hærri timburhús en leyfð eru í sjálfu timburlandinu
Svíþjóð?
Jeg býst við að það verði nokkurt álitamál, live
há steinliús mælti lej'fa hjer, en upp úr 4 hæðum og
14—15 metra vegghæð lízt mjer óþarfi að fara.
Komið gæti til mála að lieimta eldtrygg lopt (úr
járnbentri steypu) í fjórlopta húsum, væri enda rjett-
ast, því að þau munu varla dýrari en úr timbri, og
í steinhúsum, sem ibúð hafa ofar en á 2. gólfi eða
t. d. meira en 7 melra yfir jörð, ættu sligar jafnan
að vera eldtraustir, úr því þeir verða varla dýrari
þannig en úr trje.
Það yrði of langt mál að fara hjer frekar út í
skipulagsákvæði uin bygging bæjarins, enda óþarft.
Svo mjög sem bærinn þegar er byggður, verða um-
bætur í framkvæmdinni mörgum vandkvæðum bundn-
ar, en að ininni hyggju þó alveg sjálfsagt að gera
það sem hægt er í áttina til þess sem betur má fara.
En nú er að minnast nokkuð á sjálfa steinsteyp-
una og veggi úr henni. 1 núgildandi bsmþ. eru
engin glögg ákvæði um þau efni, livert um sig, sem
i steypu skulu notuð. Það mun að vísu erfitt að
setja þar um ákvæði, semTbæði væri glögg og ótví-
ræð og yrði þó ekki lil vandræða, ef slrangl væri
fram fylgt. En við einu mætti þó nokkuð 'gera, sem
sje slærð mulningsins eða malarinnar; hún er lijer
optast of mikil. Jeg vildi láta svo fyrir mælt, að í
venjulega steypu ójárnbundna mætti nota mola allt
að 5 cm að stærð, og í þykkum veggjum neðarlega
í liúsum jafnvel allt að (i cm stærð að nokkru leyti,
ineð skilyrðum sem nánar væru greind í bsmþ. í
járnskotna steypu ætti aptur á móti að fyrirskipa
smærri mola, l. d. í veggjarslöplum sem járnbenda
þyrfti, steypustigum og steypuloptum, þetta frá 4—2,5
cm stærðar hámark, eptir því sem við á. Um steypu-
sand og húðunarsand ætti og að mega selja nokkur
ákvæði, svo sem takmörk á notkun hollasands, nema
hann sje svo og svo, einnig um að ekki megi nota
sölt steypuefni o. s. frv. Mundi ekki unnt að gera
einhver gagnleg ákvæði um eiginleika sements, sem
nota mætti?
í byggingarlögum erlendra bæja, þeim sem jeg
hefi sjeð, hefi jeg ekki fundið ákvæði um steypuefni,
nema í byggingarlögum Nýju Jórvíkur frá síðustu
aldamótum (lrefi sjeð þau í þýðingu í dönsku bygg-
ingartímariti). Þar er svo fyrir mælt, að stærstu
molar í steypumöl eða mulningi skuli geta farið um
5 cm víðan hring. Þar segir og svo, að það sement
megi kallast Portlandsement, sem þoli — óblandað —
eplir 1 dag undir áhrifum lopts 8,5 kg/cm2 án þess
að molast, eptir 1 dag í lopti -|- 6 daga í vatni 21
kg/cm2, þó án þess að molast fyllilega. Aðrar sements-
tegundir skuli þola að tiltölu 4,2 kg/cm2 og 8,5 kg/cm2.
í núgildandi bsmþ. er leyft að blanda steypu í
liúsveggi alll að 1:5: 10. Mjer þykir þetta allt of
mögur steypa og held að liún verði hjer aldrei gerð
úr svo góðum efnum eða svo vandvirknislega, að
hún drekki ekki vatn eins og svampur, og valt er að
treysta húðinni utan á veggjunum einni saman til
að verja þá vatnsgangi utan að. Til þess að fá góða
veggi verður að liafa í þá sterkari steypu. Auðvitað
gelur varla nokkurn tíma komið til mála að steypa
heila húsveggi lireint og beint vatnshelda; þeirþyrftu
til þess að vera úr steypu 1:2:4 eða ekki mikið
magrari en það. Þess mun og ekki þörf. Það má
fá vel þjetta veggi úr mun margrari blöndu, ef að
eins er vel unnið að þeim að öllu leyti, þó að þeir
verði ekki bókstaflega vatnsheldir. Mjer helir tekizl
svo eptir, að í veggi úr steypu 1:4:7, sem vandað
er til að öllu leyli af fremsta megni, gangi vatni mjög
lítið (t. d. í heilsuhælinu hefir því verið veitt eptir-
tekt). Venjulegra mun að blanda 1:4:8 og getur
það verið fullgott, en liitt (1 : 4 : 7) mun þó nokkru
tryggara og tæplega að því skapi dýrara. Megurri
sleypu en þetta, 1:4:8 —1:4:7, lield jeg ekki sje
ráðlegt að leyfa í venjuleg ibúðarliús eða önnur hús
hliðstæð þeim.
I seinni tíð eru menn farnir að drýgja steypuna
með því að hleypa í liana grjóti. Þjóðverjar munu
leyfa allt að 40°/o af rúmtaki steypunnar. Hjer er
auðvilað uin sparnað að ræða, en þarf þó að vera
takmörkum bundið, ef ekki á að verða verra af.
Virðist mjer að leyfi til slíkrar grjótbrúkunar ælti að
binda við ákveðna þykkt veggjanna, t. d. eigi minni
en 40 cm, og því að eins að stöplar milli glugga og
dyra væru vel breiðir, sem nánar mætti greina í
bsmþ. Stærð steinanna ætti og að vera takmörkuð,
t. d. ekki meiri en hálf veggþyktin, og hvergi skennnra
milli steina eða að mótum en U/2—2 sinnum mesta
molastærð í steypunni. Ef til vill mætti og binda
notkun grjóts ttl drýginda í steypu við veggi, sem
ekki hefðu meiri en einhverja tiltekna áreynslu, t. d.