Ársrit Verkfræðingafjelags Íslands - 01.01.1914, Blaðsíða 17
17
-en þó er það ekki mjög sjaldgæft, að þeirra sje bein-
línis aflað til skepnufóðurs, einkum í harðindum, og
hafa þeir þá oft bjargað frá horfelli. Það er því full-
komlega þess vert, að vekja athygli manna á þör-
ungunum og rannsaka fóðurgildi hinna ýmsu tegunda
þeirra. Búnaðarfélag íslands hefir nú tekið þetta mál
að sjer. Eftir tilmælum þess safnaði Helgi grasfræð-
ingur Jónsson árið 1908 nokkrum þörungum, sem
útbreiddastir og algengastir eru hjer við land, og því
mest likindi til að gætu orðið að gagni til fóðurs.
Þar næst fól það mjer að rannsaka þá efnafræðislega,
til þess að komast að raun um næringargildi þeirra,
og fer hjer á eftir árangurinn af þeim rannsóknum.
Þegar Helgi Jónsson tók þörungana, vigtaði hann
þá strax blauta, svo sjeð yrði livað mikið vatn er í
þeim óþurkuðum, og Ijet mig vita þyngd þeirra. Eg
þurkaði þá svo á þurrum og hreinum stað, þar til
þyngd þeirra stóð í stað, saxaði þá svo og malaði
og ljet í loftþjett ílát mátulega mikið til rannsóknanna.
Rannsóknirnar eru í llestu svipaðar því, sem tíðk-
ast við aðrar fóðurtegundir. Þó skal geta þess, að
köfnunarefnissamböndin hafa verið rannsökuð ná-
kvæmar en venja er til, því auk þess að ákveða alt
köfnunarefnið í einu lagi, er líka ákveðið hvað mikið
af því er í eggjahvítusamböndum og livað mikið í
öðrum köfnunarefnissamböndum, sem eru minna virði
til fóðurs, t. d. amídefni o. 11. Ennfremur hef eg á-
kveðið meltanleik köfnunarefnissambandanna. Við
þær rannsóknir er fylgt sömu aðferðum og prófessor
Söderbaum i Stokkhólmi hefir notað við fóðurjurta-
rannsóknir þær, er hann hefir gert fyrir Stefán skóla-
meistara Stefánsson.
Hjer fer þá á eftir efnagreining hinna einstöku
þörunga (sjá töfluna).
Þegar Iitið er yfir þessar efnagreiningar sjest, að
sæþörungarnir eru yfirleitt auðugir af næringarefnum,
sumir jafnvel næringarmeiri en beztu landjurtir. Til
samanburðar hef eg í síðustu 2 dálkana sett efna-
greiningu á þurefnum töðu, tekna eftir mörgum rann-
sóknum eftir mig og aðra, og ennfremur efnagreining
á þurefnum gulstarar, sem er eitt hið næringarmesta
hálfgras hér á landi, eftir fóðurjurtarannsóknum Stet-
áns Stefánssonar og próf. Söderbaum’s.
Eftir efnagreiningu próf. Söderbaum’s á hinum
einstöku túngrösum mun láta nærri, að 85°/'o af köfn-
unarefnissambönduin töðu sje meltanlegt, og af köfn-
unareínum framangreindrar gulstarar reyndust 76°/o
meltanleg. Beri maður nú saman næringarefnin, sjest
að köfnunarefnissamböndin eru 10—27,s°/o afþurefni
þörunganna, venjulega 12—15%. Að þvi leyti standa
þeir fullkoinlega jafnfætis töðu, og einstaka miklu
framar. Sá hængur er þó á, að köfnunarefnissambönd
flestra þörunganna meltast ver en köfnunarefnissam-
bönd töðunnar, hjá mörgum þeirra eru að eins 33,o
•8 “
o,
<—■ 'z
° X
CS _
C O
C V
“ £
s s>
O
es oó
to _
« C
jé c
S S*
s “
CJ
-C oc
2 W
72 c
tc X
CS -~s
to t"
8
u
i>
c G'
o
.2 oo
c *
C
e—,
« s
— 00
r* —
rtá M
« ö
*cs X
A ^
•O
S có
C _
X c
•O C5
a
CM
tc •
«o
A £3