Ársrit Verkfræðingafjelags Íslands - 01.01.1914, Blaðsíða 4
4
11. gr. Aðalfundir eru lögmætir án tillits til hve
margir fjelagar eru mættir. Til breytinga á fjelags-
lögunum útheimtast 2/3 greiddra atkvæða, en í öllum
öðrum málum ræður einfaldur meirihluti, þó með
þeirri undantekningu, er getur um i 3. gr.
12. gr. Kosning formanns og stjórnar fer fram
skriflega. Fjarverandi fjelagsmenn geta tekið þátt í
kosningunni með því að senda fjelaginu atkvæðaseðla
undirritaða með nafni sínu.
13. gr. Formaður skal kosinn til tveggja ára, og er
ekki kjörgengur við næstu formannskosningu þar á eftir.
14. gr. í stjórn sitja, auk formanns, 3 fjelags-
menn, og gengur einn úr stjórninni hvert ár eftir
röð, fyrstu tvö árin eftir hlutkesti. Endurkosning er
leyfileg. Ef sæti verður autt í stjórninni, skipar hún
sjálf mann í það til næsta ársfundar.
15. gr. Stjórnin heldur gjörðabók, skiftir sjálf
með sjer verkum og ákveður starfsaðferð sína.
16. gr. Fundir skulu venjulega haldnir einu-
sinni á mánuði á tímabilinu frá 1. okt. til 30. april.
Halda má fundi á öðrum tíma árs, ef ástæða er til.
Fundi skal boða með skriflegri tilkynningu til hvers
einstaks fjelagsmanns. Formaður eða einhver úr
stjórninni stýrir fundum. Stjórnin getur boðið gesl-
um á fundi.
Á fundum skal gefa skýrslur og hafa fyrirlestra
og umræður um verkleg efni og önnur efni, sem
þýðingu hafa fyrir fjelagið og fjelagsmenn. Af öllum
skýrslum og fyrirlestrum skal sá er flytur láta stjórn-
inni í tje ritaðan útdrátt. Stjórnin lætur gera út-
drátt af umræðum um verkleg mál á fundum. Þessa
útdrætti skal geyma í skjalasafni fjelagsins. Ef kring-
umstæður leyfa getur stjórnin látið prenta slíka út-
drætti, svo og aðrar skýrslur sem lienni þykir ástæða
til, og skal hver fjelagsmaður fá sitt eintak al' öllu
því, er hún lætur prenta. Án samþykkis fjelags-
fundar má engar aðrar skýrslur birta um það, sem
fram hefur farið á fundi.
Flutningsmenn ráða sjálfir á hvaða máli þeir
ílytja erindi sín.
3. Fumlarliold.
Annar fundur fjelagsins var lialdinn á Hólel
Reykjavík þriðjudaginn 28. maí 1912. í fjarveru for-
manns stýrði varaformaður fundinum. Flutti hafn-
arverkfræðingur C. Bech, Helsingör, erindi það um
»Jærnbeton, særlig dels Anvendelse i Havvand«,
sem skýrt er frá hjer aftar. Voru umræður nokkr-
ar á eftir og tóku þált í þeim auk ræðumanns,
K. Zimsen, O. Forberg, Ásgeir Torfason og Th.
Krabbe.
Á fundinum voru 8 fjelagsmenn.
3. fundur var haldinn á Hótel Reykjavík þriðju-
daginn 15. október 1912. Fundinum stýrði varafor-
maður. Eftir að nokkur fjelagsmál höfðu verið rædd,
llutti Jón Þorláksson erindi um »Brúna á Ytri Rangá«.
Er skýrsla um málið prentuð hjer aftar og sömu-
leiðis útdrátlur á ensku.
Á fundinum voru 11 fjelagsmenn.
4. fundur var haldinn á Hótel Reykjavík föstu-
daginn 22. nóvember 1912. Formaður stýrði fund-
inum. Talaði Rögnvaldur Ólafsson um nauðsyn
ýmsra nýrra ákvæða í byggingarsamþykkt Reykja-
víkurkaupstaðar. Skýrsla um ræðu R. (). er prenluð
hjer aftar og sömuleiðis útdráttur á ensku. Voru á
eftir nokkrar umræður, og tóku þátt í þeim K. Zim-
sen, Jón Þorláksson, Ásgeir Torfason og M. Jessen.
Að lokum bar K. Zimsen fram tillögu um að innan
fjelagsins skyldi sett þriggja manna nefnd til að semja
reglur um cement, eiginleika þess til að teljast Port-
lands-cement og til þess yfirleitt að mega teljast versl-
unarvara. Var tillagan samþykkt og í nefndina kosnir:
Jón Þorláksson, Ásgeir Torfason og Geir Zoega.
Á fundinum voru 11 fjelagsmenn.
5. fundur var lialdinn á Hótel Reykjavík þriðju-
daginn 10. desember 1912. Formaður stýrði fundin-
um. M. E. Jessen flutti erindi um mótora, gerð
þeirra, hreyfiaíl og gang, og sýndi myndir og upp-
drætti. Utdráttur af erindinu er prentað hjer aftar.
Á fundinum voru 12 fjelagsmenn.
6. fundurinn var haldinn á Hótel Reykjavík
fimmtudaginn 30. janúar 1913. Formaður stýrði
fundinum. Flutti Ásgeir Torfason erindi um efna-
rannsóknir nokkrar er liann hafði gert á melkorni,
svo og á nokkrum sæþörungum. Erindið er tekið
upp hjer aftar, en liefir áður verið prentað í »Bún-
aðarrit« 24. og 25. árg. Útdráttur á þýsku er einnig
gefinn.
Á fundinum voru 10 fjelagsmenn.
7. fundurinn, sem var aðalfundur, var haldinn
þriðjudaginn 4. marz 1913. Var Ásgeir Torfason
kosinn fundarsljóri.
1. Formaður las upp skýrslu um störf fjelagsins
á umliðnu ári, fundarhöld og aðgerðir stjórnar-
innar.
2. Gjaldkeri lagði fram reikning fjelagsins, og
var liann samþykktur af endurskoðendum. Höfðu
tekjur fjelagsins verið kr. 130,66, en gjöldin kr. 38,87;
í sjóði til næsta árs kr. 91,79.
3. Samkvæmt 14. gr. laganna var dreginn úr