Ársrit Verkfræðingafjelags Íslands - 01.01.1914, Blaðsíða 27
27
akvegir 3,15 m breiðir fyrir kr. 5000 (kr. 1786
hver km).
Steinsteyptar brýr hafa verið gerðar 9 og hafa
þær kostað samtals kr. 44000, járnbrýr tvær fyrir
kr 13600. Akbreidd brúnna er 2,6 m.
í töflunum er sundurliðun fyrir hverja brú og
hvern akveg.
II. Akvegir
Naí'n 77 O) 3 3 Cl Breidd, m. Verð, kr.
Borgarfjarðarbraut 3.4 3 75 9900
Húnvetningabraut 2.6 3.75 7100
Skagafjarðarbraut 4.3 3.76 9800
Grímsnesbraut 3.i 3.75 8800
Rej'kjadalsbraut 4 3 3.75 10600
Nesjavegur í Austur-Skaltafellssýslu. 2.8 3.15 5000
2. Ritsímar og talsímar.
I. Bygður tvíþættur talsími frá Hjarðarholti til
Ólafsvíkur í Snæfellsnessýslu úr 2,75 m/m kop-
arþræði; 53 km. stauraröð, 106 km. þráður.
Byggingarkostnaður kr. 26800,00.
II. Tvíþættur talsími frá Ólafsvík til Sands í Snæ-
fellsnessýslu úr 4 m/m járnþræði; 9 km. slaura-
röð, 18 km. þráður. Kostnaður kr. 5500,00.
III. Tvíþættur talsími á eldri stauraröð frá Reykja-
vík að Ölfusárbrú; 96,66 km. 3,3 m/m kopar-
þráður. Koslnaður kr. 16400,00.
IV. Tvíþættur talsími frá Reykjavík að Þingvöllum
úr 3 m/m bronseþræði og 4 m/m járnþræði;
30 km. ný stauraröð, 92 km. þráður. Kostn-
aður kr. 25400,00.
V. Tvíþætlur talsími frá Krossum út í Hrísey i
Eyjafirði; 1,71 km. stauraröð, 3,75 km. tví-
þættur sæsími og 3,42 km. loftsími úr 4 m/m
járnþræði. Kostnaður kr. 10000,00.
VI. Byrjað að flytja ritsíma og talsíma af Smjör-
vatnsheiði yfir á Hellisheiði, — en 8 ára reynsla
hefur sýnt, að á fyrnefndum stað er ekki mögu-
legt að halda símanum í notfæru lagi á vetr-
um vegna ísinga. —
Ætlast er til að lokið verði við ílutning-
inn á árinu 1914. 1913 var aðallega unnið að
því að setja slaura á nokkurn hluta hinnar
nýju leiðar og taka upp annanhvorn staur á
Smjörvatnsheiði. Þessir staurar voru ílultir í
vetur á hina nýju simaleið og verða settir upp
í sumar. Um 200 staurar verða líklega látnir
standa á Smjörvatnsheiði í stað varða, til að
vísa leið. Einnig verður sæluhús það, sem
landssiminn ljet byggja þar, látið standa.
VII. A nokkrum lægri Ijallvegum, þar sem ísingin
hefir þráfaldlega skemt simann á vetrum, var
lagður 5 m/m stálþráður, mjög sterkur, og
4 m/m bronseþráður á öflugum þverjárnum,
en járnþráðurinn (5,3 m/m) og bronseþráður-
inn (3 m/m), sem áður voru, teknir burtu
ásaml járnkrókunum. Eftir þessa breytingu
stóðst síminn i vetur margsinnis stonn og ís-
ingar allt að 4—5 þumlunga þvermáli, án þess
að hann sakaði að mun. Á Fjarðarheiði var
einnig reist sæluhús. Koslnaður alls 9000 kr.
VIII. Eins og venja er til á ári liverju könnuðu
»farfuglarnir« þ. e. 4—5 manna flokkur allar
símalínur á landinu og bættu allt það, sem
vetrarvindarnir höfðu eyðilagt. Á símaleiðinni
milli Borðeyrar, ísafjarðar og Patreksfjarðar
voru allir staurarnir smurðir með tjöru.
Á þessu ári fjölgaði stöðvunum um 8 og
símanotendum um 92. Við bæjarsímann í Rvík
var haldið áfram að leggja jarðsíma í slað
ofanjarðarleiðslanna, en það var byrjað 1912,
og voru þelta ár lagðir 627 metrar jarðsimi
með 100—400 þráðum. ,
(J. borberg.
3. Vitar.
Undir umsjón landsverkfræðings vitamálanna (Th.
Krabbe) hafa verið seltir upp 5 nýir vitar, og eru 4
þeirra gerðir á landsins kostnað, hinn fimmti (Brim-
nesvitinn) á koslnað hafnarsjóðs Seyðisfjarðar.
Bjargtangavitinn er járnsteypt ljósker sem stend-
ur á bjarginu. í vitanum eru acetonljóstæki, frá
svenska A/bolaget Gasaccumulator, Stockholm, með
4. flokks ljóskrónu; vitinn sýnir 3 blossa 4 sinnum
á mínútu. Ljósmagnið er 820 hefnerkerti.
Kálfshamarsvilinn er af sömu gerð og Bjarglanga-
vitinn, en Ijóskrónan 5. llokks; vitinn sýnir 2 blossa
4 sinnum á mínútu. Ljósmagnið er 480 hefnerkerti.
Skagatáarvitinn. Járnsteypt ljósker stendur á 5
m. hárri járngrind. Ljóstækin eru eins og í hinum,
ljóskrónan er 3. flokks minni stærð. Vitinn sýnir 1
blossa 12 sinnum á mínútu. Ljósmagnið er 2170
liefnerkerti.
Flateyjarvitinn er af alveg sömu gerð eins og
Skagatáarvitinn, en hann sýnir 3 blossa 4 sinnum á
mínútu.