Ársrit Verkfræðingafjelags Íslands - 01.01.1914, Blaðsíða 16

Ársrit Verkfræðingafjelags Íslands - 01.01.1914, Blaðsíða 16
1() 5. Um íslenzkt nielkovn og nokkra sæþörunga. Erindi flutt í Verkfræöingaljelagi íslands 30. janúar 1913 aí' Ásgeiri Torfasyni efnafræðing. Það má keita svo, að ísland sje brauðlaust land. Engar af þeim venjulegu korntegundum vaxa hjer óræktaðar, og varla er teljandi það, sem ræktað er af þeim. Að vísu var ræktað hjer korn (bygg) í fornöld, og heíir það að líkindum orðið fullþroskað í nokkurn vegin góðum árum. En þótt kornræktin haíi verið talsvert mikil í þá daga, lieíir hún samt lagst niður og gleymst, enda líklega aldrei verið mjög arðsöm. Nú á seinustu áruin hafa verið gerðar nokkrar til- raunir með kornrækt, en þótt suinar liali heppnast allvel, virðasl þær þó helzt benda í þá áttina, að lijer á landi borgi kornrækt sig ver en grasrækt. En þótt við höfum ekki þær liinar algengu korn- tegundir, þá eigum við samt eina jurt hjer á landi, sem gefur af sjer brauðkorn. Þessi jurt er melarinn (Elymus arenarius). Að vísu vex melurinn ekki um alt land, langt frá þvi. Hann þrífst nefnilega ekki vel annarsstaðar en þar, sem sandfok er. En þar sem jarðvegur er hentugur fyrir hann, getur liann orðið stór og þroskamikill og borið þroskað korn ár eftir ár. Algengastur er melurinn í Vestur-Skaftafellssj'slu, og það er líklega eina hjerað landsins, sem hann hefir verið hafður til manneldis í, svo nokkru nemi. Áður á öldum, þegar verzlunin var liæði lítil og iII, hafði melurinn afarmikla þýðingu l’yrir hjeruð þau, er hann óx í, enda hefir honum verið veitl mikil eftirlekt í þá daga, og talsvert verið um hann ritað. Skal eg þar af að eins nefna hina ítarlegu og fróðlegu ritgerð: »Um Meltakið í Skaplafellssýslu« eftir Sæmund Magn- ússon Hólm í 1. og 2. bindi rita hins íslenska Lær- dómslistafélags. Þar er mjög nákvæm lýsing á meln- um og allri meðferð lians, frá því hann byrjar að vaxa og þar til er kornið er orðið að mjöli. Enn- fremur minnist Björn Halldórsson á melinn í Gras- nytjum sínum (hls. 150 —152). Segir hann meðal ann- ars: »Melkornið er til matar brúkað, hellst austr á landi; enn her [þ. e. í Sauðlauksdal] fær þat ei ár- fega fullorðinn kiarna, og alldrei fyrr enn i October mánuði, optasl nálægt vetrarnóttum.« Hann gerir og ráð fyrir, að mel sje sáð til að hefta sandrok. Hefir hann reynt það sjálfur og geíist vel. Auk þess að melkornið (tininn) hefir verið, og er, notað til manneldis, er melgrasið (blaðkan) sjálft mikið notað til slægna og beitar. Telur Sæmundur Hólm það skaðlegt fyrir meltakið og segir jafnvel, að el mikið sje gert að þessu, eyðileggist það. En það sem allramest hefir þó eyðilagt meltakið er það, að melræturnar (sumlag, buski) hafa víða verið rifnar upp og hafðar í reiðinga (meljur), en þegar einu sinni er búið að eyðileggja það, er erfitt að koma því í lag aftur. Sem betur fer mun þessu nú að mestu hælt. Að undirlagi Búnaðarfjelags íslands sendi herra Bjarni Pálsson í Hrísnesi liingað í fyrra sumar tvö sýnishorn af melkorni. Annað eins og það er haft til manneldis, en hitt eins og það er gelið skepnum. Þessi sýnishorn hafa nú verið rannsökuð hjer í Rann- sóknastofunni. Þótti rjetlast að gera efnagreininguna sem ilarlegasta, og var því, auk venjulegra efnagrein- inga, ákveðinn meltanleiki köfnunarefnissambandann.a, og köfnunarefnissamböndin greind í eggjahvítuefni og amídefni. Hjer á eftir fer svo efnagreiningin: Melkorn ætlað til nianneldis Melkorn ætlaö til skepnufóöurs Vatn ... 14,30 °/o 13,88 °/o Aska 2,81 — 8,84 — Sellúlósa 3,60 — 18,87 — Feiti (eterextrakt) 1,88 — 1,48 — Köfnunarefnissambönd (NX6, ,25) 19,05 — 14,35 — Önnur efni (sterkja o. fl.) ... 58,36 — 42,58 — 100,00 °/o 100,00 °/o Köfnunarefnið skiftist þannig niður í hundraðs- deildir: a. köfnunarefni í korninu, b. köfnunarernið sjálft. Melkorn til Melkorn til manneldis skepnuíóöurs a 1) a h Köfnunarefni 3,05 100,0 2,28 100,0 Þar af í amídefnum 0,76 24,9 0,49 21,5 í eggjahvítuefn um 2,29 75,1 1,79 78,5 meltanlegt ... 2,74 89,8 1,90 83,4 Til samanburðar set eg lijer á eftir efnasambönd nokkurra mjöltegunda, eins og þær eru alment taldar: Hveiti(fínt) Rúgur Hafrar Bygg Baunir Vatn % 13,34 13,71 10,07 14,83 13,77 Aska — 0,48 1,44 2,24 0,59 2,92 Sellúlósa — 0,31 1,59 2,39 0,47 ekkl ákvoðið Köfn.efnissambönd— 10,18 11,52 14,66 10,89 25,00 Feiti — 0,94 2,08 5,91 1,48 1,20 Önnur efni . ... — 74,75 69,66 64,73 71,74 57,89 Beri maður efnagreiningu melkornsins saman við ofantaldar efnagreiningar, sjest fljótt, að melkornið hefir hlutfallslega mjög mikil köfnunarefnissambönd, stendur að því leyti aðeins að baki baunum. Þar sem nú köfnunarefnissamböndin eru dýrmætuslu næring- arefnin, er óhætt að fullyrða, að melkornið er ekki næringarminna en hveiti, rúgur, liafrar eða bygg, heldur þvert á móti. Sæþörungar liafa frá aldaöðli verið nolaðir mikið til skepnufóðurs lijer á landi, og einstöku þeirra til manpeldis. Aðal-notkun þörunganna er fjörubeitin;

x

Ársrit Verkfræðingafjelags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit Verkfræðingafjelags Íslands
https://timarit.is/publication/404

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.