Ársrit Verkfræðingafjelags Íslands - 01.01.1914, Blaðsíða 9
9
6 lia. rafmagnsmótor til að knj'ja þau. Helstu verk-
færin eru: 2 borvjelar, báðar vjelknúnar, sög með
kringlublaði, skrúfuskurðarvjel og smergelsteinn. Enn-
fremur skrúfupressa bandknúin, til þess að rjetta í
járnin. Verkfæri þessi voru öll keypt fyrir reikning
brúarinnar. — Brúargólfið er úr trje.
Smíðið og uppsetningin var framkvæmt að öllu
leyti af innlendum mönnum, og voru þeir allir óvanir
þeim verkum.
Vinnan við brúarstæðið byrjaði 16. mai og end-
aði 31. ágúst.
4. Kostnaöurinrt. Hann varð sem bjer segir:
I. Undirbygging......................... 7084.92
II. Yfirbygging........................ 16983.59
Flyt: 24068.51
Fluttar: 24068.51
III. Vegur að og frá............ 2021.50
IV. Verkpallar................... 3738.13
V. Áhöld ................................ 6593.22
VI. Verkmannakostnaður .................... 598.18
VII. Verkstjörn ....................... 1700.57
Alls 38720.11
Seinni viðbætur, þar með málun vorið ept-
ir m. m...................................
738.25
Brúin kostar alls: 39458.36
I V. lið er meðtalinn kostnaðurinn við að kaupa
og koma fyrir áðurnefndum áhöldum, sem notuð
voru við smíði yfirbyggingarinnar.
3. TJm byggingarsamþykkt lianda Reykjavíkurkaupstað.
Erindi llutt í Verkfræðingafjelagi íslands 22. nóv. 1912 af Rögnvaldi Ólafssyni, byggingameistara.
Það eru ekki liðin tíu ár síðan byggingarsam-
þykkt Reykjavíkurkaupstaðar gekk í gildi, og þykja
nú þegar á henni ýmsir annmarkar. Samþykktin
virðist mjer yfirleilt góð sem frumsmíð, og allar
frumsmíðar standa til bóta. En einmitt á þessum
árurn hafa gerzt lijer margar og miklar breytingar í
ýmsum efnum, ekki sízt í húsagerð og skoðunum
manna á henni. Slíkt verður eklci vel sjeð fyrir
áður en skriðurinn er kominn á. Þegar samþykktin
var gerð, var nálega eingöngu byggt lijer úr timbri,
og lengi vel eptir það. Var því eðlilegl að sam-
þykktin væri að meslu miðuð við timburhús. En
nú eru limburhúsin að fara »úr móð« og steinöld
að renna upp. Því þurfum við að fá i byggingar-
samþykklina gleggri ákvæði en nú eru í lienni um
gerð steinhúsa, einkum steinsteypuhúsa, og um ýmis-
legt annað í sambandi þar við. Mjer þykir ekki
ósennilegt, að þeir sem sitja í byggingarnefndinni
finni flestum betur hvar skórinn kreppir í þessu efni;
jeg hef ált þar sæti nokkur ár, og vildi jeg drepa á
ýms atriði, sem jeg hygg að kveða þurfi á um í
bsmþ.1) Verkfræðingafjelagið virðist mjer öðrum
fremur fært um að styðja þetta mál að gagni og
líklegt til að bera betur skyn á flest atriði málsins,
og er því vel til fallið að máli þessu sje hreyft hjer
og um það rætt.
Fyrir nokkrum árum vakti jeg máls á því við
ýmsa menn lijer í bænum — þar á meðal einu sinni
á byggingarnefndarfundi t— hvort ekki mundi ráð-
legt að reyna að takmarka eitthvað timburhúsabygg-
inguna hjer, einkum í miðbænum og að einhverju
leyti fram með lielztu götunum utan miðbæjar. Fæst-
um leizt þetta gerlegt, sumum jafnvel fjarstæða, og
varð ekki meira úr því þá. En svo er nú um brejdt
á örstuttum tírna, eptir því sem mjer skilst, að þessu
svipuð taknrörkun á bj'gging timburhúsa hjer í bæn-
urn mundi varla mæta verulegri mótspyrnu nú orðið.
Það er varla ofsögum sagt, að menn hafi byggt yíir
sig hjer i bænum úr timbri, og nú er mikill fjöldi
manna farinn að átta sig á því. Nú er sem sje farin
að sýna sig reyndin á endingu húsanna úr því timbri,
sem hjer hefir verið til að dreifa á síðari tímum.
Viðhald þessara húsa vex mönnum yfir höfuð þegar
stundir líða, og hrekkur þó sjaldan til þess að halda
húsunutn í góðu horfi svo lengi sem vera bæri, til
þess að viðunandi sje að leggja í þau fje.
Um dýrleika steypuhúsa og timburhúsa hjer í
bænum, sem þykja mundu jafn vel fallin lil íbúðar,
inunu vera mikil áhöld nú orðið. En ekki get jeg
betur sjeð en að jafnan sje í verði steinsteypuliús-
antia fólgið meira af innlendri vinnu en í verði
timburhúsa, eða með öðrum orðum að timburhúsin
kosti meira fje út úr landinu en steypuhúsin.
Af fjárhagslegum ástæðum virðast injer timbur-
húsin því ekki eiga framtíðina fyrir sjer yfirleitt lijer,
eins og nú horfir við, því að ending steypuhúsanna
hlýtur að öðru jöfnu að verða öll önnur en timbur-
húsanna.
Það sem helzt getur orðið stein- og sleypuliús-
um að aldurtila eru landskjálftar, og vitanlegt er það,
að landskjálftahræðsla aftrar ýmsum mönnum frá að
byggja úr steini eða steypu. Um svo óútreiknanlega
atburði sem landskjálftar eru mundi varlegast að
fullyrða sem ininnst. En fráleitt er að halda að sjer
höndum af eintómum ótta. í þessu sem öðru verður
ekki vel á annað litið en reynslu undanfarinna alda.
Það menn frekast vita hefir allt frá landnámstíð aldrei
hrunið kofi af völdum landskjálfta um þessar slóðir,
1) hsmp. = byggingarsampykkt.