Afturelding - 01.06.1971, Blaðsíða 4
I
inni ævilangt. Enhversstaðar þarna úti eru börnin
mín. Guð segir mér ekki einu sinni hvar þau eru.
Fynndu þau og komdu með þau hingað til mín,
og þá skal ég trúa á Guð. —
Sally hafði aldrei heyrt Manuel minnast á fjöl-
skyldu sína. Nú, iþegar heiskja hans fékk útrás,
sagði hann frá því, að kona hans hefði yfirgefið
‘hann eftir að hann var fangelsaður. Drengir þeirra,
sex og átta ára gamlir voru skildir eftir í skugga-
hverfi í San Juan E1 Fanguito að nafni, stað, þar
sem um 30 iþúsund manns 'bjó við þröngan kost
í hálfföllnum hreysum. Þegar hurð fangaklefans
skall aftur, heyrði Sally hæðnislegan hlátur Manu-
els. En hún hað og fór síðan inn á skuggastigu E1
Fanguito. Dag eftir dag gekk hún frá einu hreys-
inu til annars og spurði eftir drengjum Manuels.
Sumir sneru sér frá henni, aðrir skelltu dyrum í
ilás við andlit hennar. Að lokum gat maður no'kkur
sagt frá iþví hvar hörnin væru. Hún fór rakleitt
með þá heim til sín, baðaði iþá og klæddi í hrein
föt. Síðan fóru þau til fangelsisins. Þegar Sally
kom inn í ganginn, sem lá framhjá klefa Manuels,
féll þögn og kyrrð yfir klefana. Varðmaður hafði
þegar opnað dyrnar á kleifa Manuels. Hann spratt
upp, iþegar hann sá börnin sín, féll á kné
og fól drengina í faðmi sínum, jafnhliða sem hann
féll að fótum Sally. Tárin runnu niður kinnar hans
og hann snökti við og sagði: „Æ, Guð, kæri Guð,
ég hef fundið drengina mína, loksins. Og ég hef
íundið þig, Guð!“ — Um það bil einu ári seinna,
var Manuel látinn laus. Hann giftist aftur og
ennþá hefur 'hann ekki verið fjarverandi neina
sunnudagssamkomu Sally. Starf Sally nær mikið
lengra en sem bein hjálp til fanganna. Auk þess
að hún er talsmaður þeirra fyrir dómstólunum, er
hún einnig ljósmóðir margra barna þeirra. Fyrir
nokkrum árum tók Sally sum þeirra inn í heimili
sitt til þess að mæður þeirra gætu fengið sér
atvinnu. Með hjálp tveggja annarra hafði hún
brátt 30 drengi og telpur í sinni umsjá. Sum þeirra
bjuggu í heimili Sally og önnur í tveim næstu
'húsum. Elska Sally Olsen á fósturbörnum sínum
á rætur sínar að rekja til hinnar fátæku barnæsku
hennar. Hún fæddist fyrir nærri fimmtíu árum í
norsku sjávarþorpi. Hún var hin þriðja í röðinni
af fjórum stúlkum. Þegar móðir hennar varð ekkja
var hún látin á barnaheimili. Hún strauk þaðan
og fékk að búa hjá vingj arnlegum fiskimanni og
konu hans þar til hún var tólf ára. Þá gat móðir
’hennar safnað fjölskyldunni saman aftur og þau
fluttust búferlum til Ameríku. Þau búsettu sig í
New York og Sally vann sem húshjálp að lokinni
skólagöngu. Síðar á skrifstofu. Frítíma sinn allan
helgaði hún söfnuðinum er hún tilheyrði, heimsótti
börn á sjúkrahús og sagði þeim frá Jesú. Von
bráðar varð þetta kall, hennar ævistarf. Hún fór
í trúboðsskóla í Eíladelfíu og varð útlærður trú-
boði. Innan tíðar fékk hún hlutverki að gegna í
sunnudagaskóla.
Sally kom til San Juan snemma á árinu 1953.
Orðrómurinn um boðskap hennar hafði borizt á
undan henni. Hún beiddist þess að fá að halda
samkomu sunnudag nökkurn í Ilio Riedras fang-
elsinu í útjaðri bæjarins. Yfir 100 fangar þrengdu
sér saman í eina skólastofu, eem hafði verið breytt
í því augnamiði, til þess að sjá þennan kvenprest.
En áður en samkomunni var lokið höfðu margii
þeirra er komið höfðu til þess að hlæja og spotta,
fallið á kné. Þeir grétu og 'báðust fyrir. Og þeir
grátbændu hana að koma aftur til þeirra. — Brátt
varð ég svo djörf að ég bað um vegabréf svo að
ég gæti komið og farið eftir vild, segir hún, og á
þann hátt varð ég fangelsisprestur. — I fyrstu þurfti
Sally að nota túlk en bráðlega hafði hún lært að
tala spænsku reiprennandi.
En nú skaut upp kollinum mikið vandamál.
Ætti hún að vera í Puerto Rioo og þá einkanlega
ií fangelsinu? Var það rétt að ílengjast í þessu
sólríka landi? Var það þetta starf sem Guð hafði
ætlað henni? Meðan á þessari innri baráttu hennar
stóð, veiktist hún. Alein í lítilli ejúkrastofu, vina-
laus og einmana, háði hún baráttu sína. Hún var
við dauðans dyr. Einn morgun, þegar hún vaknaði
aftur til meðvitundar, var sjúkrarúm hennar um-
'kringt föngum. Nokkrir krupu á knjánum, aðrir
stóðu og drupu höfðum. iFangi, sem hafði verið
forsprakki að mikilli uppreisn í fangelsinu, leiddi
hina í bæn. — Kæri Guð í himninum, vertu svo
góður að 'bjarga englinum okkar, heyrði hún þá
hvísla — þyrmdu, madrecitn, (móður) okkar. Láttu
ökkur ekki verða foreldralausa aftur! — Þeir höfðu
fengið sérstakt leyfi til þessarar heimsóknar. —
Þá og þarna, segir Sally, vissi ég raunverulega
hversvegna ég var til. Ég vissi að ég var í Puerto
4