Afturelding - 01.06.1971, Blaðsíða 21

Afturelding - 01.06.1971, Blaðsíða 21
og vatnið rann örar. En margir stóðu hryggir og athuguðu, næstum Iþví, þornaðar lindir er seytluðu aðeins í dropatali. Þar voru líka englar, er voru viðbúnir að 'leita nýrra linda. Þegar ný lind fannst, hóf allur englaskarinn upp lofsöng til hans, sem situr í hásætinu. Með undrun sá ég marga engla sitja sorgmædda með reku á knjánum. Að ástæðu- lausu, að því er mér virtist, brá allt í einu Ijóma á ásjónur þeirra og þeir risu á fætur til þess að grafa. Eftir dálitla stund hættu þeir og settust niður imeð raunasvip. Þegar ég athugaði Iþá nánar, kom í iljós að þeir höfðu grafið djúpar holur í fjallið og eftir öllu að dæma virtist ekki langt til vatnsins. En verkið féll niður vegna ástæðna, er mér voru ekki kunnar. Nú gat ég ekki lengur orða bundizt, en spurði leiðsögu mann minn: — „Hvað þýðir þetta? Hvers vegna gengur þetta svo vel lijá sum- um, en öðrum ekki? Sumir eru hryggir og sorg- jnæddir, en aðrir glaðir og fagnandi. Hvað er það eiginlega sem er að gerast hér?“ Þessu svaraði leiðsögumaður minn þannig: — „Athugaðu það n'ákvæmlega, sem þú sérð og starf- aðu svo samkvæmt því í breytni þinni! Þú ert í VEKKSTÆÐI BÆNARINNAR. Hér hjá okkur skeður ekkert nema hænir ykkar mannanna komi til. Sérbver maður á jörðinni hefur innst í djúpi veru sinnar einskonar lind — uppsprettu. I 'hvert skipti, sem er heðið fyrir manni, er hér svo að segja tekin skóflustunga til þess að ná fram til uppsprettu lindarinnar. 1 fáum orðum sagt, fer al'lt eftir þvlí hér, hvernig hænalífið og þjónustan er rækt á jörðu. Þreytist þið að biðja, þá stöðvast starfið hér. Verði hendur ykkar mannanna lémagna í vantrú eða ihirðuleysi, þá hníga hendur þeirra niður, sem hér eru, í sorg og 'hryggð. Eitt af því, er kemur Ijreim mest á óvart, sem fara frá ykkur jarðarbúum og koma til okkar Ihimnesku 'heimkynna, er einmitt þetta, að þeir sjá, að hér skeður það sem er í samræmi við úthald í hænaþjónustunni. Séu íyrirbænir á jörðu niðri um fre’lsi einhverrar sálar, þá er grafið Ihér uppi. En til lindarinnar næst ekki með einni skóflustungu. Slundum eru jarðlögin þannig, að torvelt er að vinna á þeim og komast í gegnum þau, og ná til lindarinnar. Oft hætta fyrirbænirnar fyrir þessari ákveðnu sál, rétt áður en við náurn til uppsprettulindarinnar. Við erum rétt við takmarkið, en þá hættir bænastarfið hjá ykkur snögglega. Eins og þú sérð, þá er gleði okkar mikil ,}>egar ilind finnst og vatn hennar fellur í þá straumrás, sem á að gera jörðina frjósama og gróandi til dýrðar og heiðurs Guði. Það var sem mér sortnaði fyrir augum, er ég heyrði þetta, og ég hrópaði upp yfir mig: „Þetta er hræðilegt!“ „Er ábyrgð okkar svona mikil?“ Engillinn svaraði: „Já, reyndar er bún svona mikil. En iþarf þig að undra það? Hefur þú ekki Jesið um það í Orði Drottins, hive innileg þrá Guðs er eftir því að koma verki sínu í framlkvæmd og framfylgja því? Hefur þú ekki heyrt hann spyrja: „Hvern skal ég senda? Hver vill vera erindreki vor? Hendur hans eru bundnar þar til einlhver segir: „Drottinn, hér er ég, send þú mig.“ (Jes. 6,8). Hefur þú ekki heldur heyrt hann segja: „Bið þú mig, þá skal ég gefa þér heiðingjana að erfð og endimörk jarðar að óðali.“ (Davíðs Sálm. 2,8). Hann hefur ennfremur sagt: „Biðjið því herra .uppskernunar, að hann sendi verkamenn ti 1 upp- skeru sinnar.“ (Matt. 9,38). Það er líkast því, sem Jcraftur Guðs sé bundinn í þessu tililiti og leysist úr læðingi einungis við 'fyrirbænir ykkar á jörðinni. Hinir ótölulegu þjónustubundnu andar bíða eftir vísbendingu frá honum. Leysið þá og blessunin streymir þar með út yfir jörðina! Bindið þá, með aðgerðarleysi í ,bænum ykkar, og mennirnir eru látnir eiga sig til þess að bíða óhjákvæmilega rétt- látra dóma Guðs.“ Og engillinn sagði þvlnæst: „Snúðu aftur til bræðra 'þinna og systra ií trúnni og segðu þeim frá því, hve alvariegt þetta sé í Guðs augum. Fyrir- mæli ihans og boð eru að beðið sé fyrir öllum heiilögum og öllum mönnum. Þið, ásamt okkur, hafið þ'á köllun að fylla himininn og jörðina með dýrð Drottins. Þegar ég sneri tiíl báka frá því sviði, er mér vitraðist þessi undraverða sýn, var ég fullur ótta og lotningar fyrir Guði, er hafði sýnt mér þessa jniklu hluti. Og bænahrópið spratt mér af vörum: að Guð vildi gera mig að bænamanni. Já, í sann- ileika að þeim bænamanni, sem þreytizt ekk,i né yrði gleyminn á gi'ldi þessarar heilögu þjónustu i Guðs rílld. Ó, að ég mætti óþreytandi biðja fyrir þeim, sem engan eiga til að biðja fyrir sér! Guð, heyr þessa bæn mína. TekiS úr „//jemmets Vcnn.“ 21

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.