Afturelding - 01.06.1971, Blaðsíða 5

Afturelding - 01.06.1971, Blaðsíða 5
Rico vegna þess að' Guð vildi það. Mér var ljóst, að það var óskað eftir mér og ég var elskuð og þeir þörfnuðust mín. Hér var hlutverk mitt. — Sally trúboði 'liefur verk sitt árla dags. Hún býr til morgunverð. Sinnir bréfaviðskiptum og öðrum málefnum. Hjálpar í barnastarfinu, baðar börnin og klæðir og gefur iþeim að borða. Þegar stærri börnin eru farin í skólann og þau minni komin út í garðinn, beimsækir Sally fangelsið. Fyrst les bún skilaboð, sem eru lögð inn til bennar frá föngunum og ákveður heimsóknir í klefana. Sally fer frá Riio Riedras síðari hluta dags til iþess að lieimsækja fjölskyldur, lögreglu og dómstóla. Á leiðinni verzlar bún í búðum og kaupir matvæli fyrir börnin. Hún er heima um áttaleytið, fær sér matarbita, og þá er það bréfabúnki, sem þarf að fara í gegnum. ög veujulega vinnur hún til mið- nættis. Hin mikla röggsemi Sally virðist vera innblásin. — Ég treysti því alltaf að Guð hjálpi mér — segir hún. — Og hann liefur aldrei brugðizt mér ■—. Fyrir nokkru fóru börnin hennar að spara peninga til þess að kaupa hest; líkt og nonsku börnin hjólhest. Einn sunnudag sagði Sal'ly börnunum frá vini einum, sem sparaði peninga til þess að kaupa Bi'blíur á hebresku banda börnum í Israel. Börn Sally gáfu á stuudinni alla sparipeningana sína í sama augnamiði, um það bil 300 krónur (í íslenzkri mynt). Sally fannst það býsna erfitt að taka við peningunum. — 'En hvernig gat ég neitað að taka á móti peningunum þeirra eftir að þau 'höfðu svo oftlega lieyrt mig segja frá blessuninni að gefa. Svo ég sagði: „Allt í lagi, 'börn, en við skulum samt sem áður leggja áherzlu á hestinn. Við skul- ium biðja og spyrja Guð“ — . Daginn eftir fór hún á stað nokkurn til þess að fá sér hádegisvierð. Við næsta borð tók hún eftir þremur mönnum, sem gekk erfiðlega að skilja hvað á matseðlinum stóð. Hún kynnti sig oghjálpaði þeim. Þeir buðu Sally að setjast við borðið sitt og sögðust vera danskir verkfærðingar á leið heim. Eins og af lilviljun sagði þá einn iþeirra: „Við erum með ungan hest með okkur. Við getum ekki tekið hann með heimleiðis, veizt þú um nokkurn sem ef til vill vill eiga hann? — — Ég varð furðu lostin — sagði Sally. — Mig langaði mest til að falla á kné og þakka Guði, sem hafði svarað bænum okkar. Þegar ég sagði þeim frá fjölskyldu minni, 30 börnum, urðu þeir hrifnir, og það leið ekki langur tími þar til liestur- inn var kominn í garðinn til okkar. í lífi Sally rekur hvert kraftaverkið annað. Og einmitt núna er hún að safna peningum til þess að hefja svonefnda krossferð kærleikans, það er ferðalag til fangelsanna í Jerúsalem, Egyptalandi, Spáni, Ítalíu, Sviss, Noregi. Hún ætlar að hvetja aðra til þess að hefja fangelsistrúboð. Fyrst fannst henni nauðsynlegt að skreppa til Havanna. Á hóteli einu þar hitti Sally hjón. Þau þekktu hana aftur. Þau höfðu aldrei getað gleymt erindi sem Sally flutti í Fíladelfíu. Þau lofuðu að greiða alla kærleikskrossferðina hennar Sally. Nú biður Sally um annað kraftaverk. Hún hefur nefnt heimilið þar sem hún býr með börnunum sínum: „Sarons Rós.“ Nú hefur hún stofnað nýjan sjóð til iþess að afla peninga tíl að kaupa hin fimm húsin ;þar í götunni, svo að þar geti risið „Sarons Rós“ bœjarhverfi. En hvað sem öðru líður, er eitt víst. Fyrir mennina í fangelsinu í Rio Riedras, fyrir fjölskyldur þeirra, konur og börn, er ljóöhærði engillinn í fangelsinu, Iþeirra eigið einka kraftaverk. Heimildarrit: „Vandringen Fremover.“ Þýð. Garðar Loftsson. MINNISVERS. En Filippus fór norður til 'borgarinnar í Samaríu og prédikaði þeim Krist. Og fólkið gaf samhuga gaum orðum Filippusar, er það heyrði þau og sá táknin, sem hann gjörði, því að margir voru þeir, er höfðu óhreina anda, fóru þeir út af þeim, hróp- andi hárri röddu, og margir lama menn og haltir læknuðust. Og mikill fögnuður varð í þeirri borg... En er menn nú trúðu Filippusi, er hann boðaði þeim fagnaðarerindið um Gtiðs ríki og nafn Jesú Krists, létu bæði karlar og konur skírast. (Post. 8, 5—12). 5

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.