Afturelding - 01.06.1971, Blaðsíða 30

Afturelding - 01.06.1971, Blaðsíða 30
Bréf frá íslenzkri itnlkn 1 \oregi Anna Höskuldsdóttir, húkrunarkona. I'yrir úri sífian jór ung hjúkrunarkona frú okkur í Fíladelfíusöfnufiinum í Reykjavík, til Noregs. Þar hefur hún starfáfi, sem hjúkrunarkona ú Fylkis- sjúkrahúsinu í K.Sand. I bréfi, sem hún skrifar nýlega, segir hún frú ýmsu, og því til dœmis, hvern- ig hún notdfii sumarjríifi nú í sumar. Vifi lcyfum okkur áfi birta mestan hluta bréfsins í Aflureldingu, og gefum henni svo orfiifi: „. . . . Nú er ég rétt að koma úr iþriggja vikna sumarfríi. Var ég með „Operasjon Ungdomsteam,“ í l/2 mánuð. Samanstendur iþað af trúuðum ungling- um frá mörgum mismunandi trúlfélögum, sem gefa Ihluta af sumarfríí sínu í þjónustu Drottins, með þv'í að ganga hús úr 'húsi og selja bækur og deila út kristilegum ritum. Söfnuðumst við saman niðri í Kvinisdal í Suður-Noregi. í alilt 28 unglingar frá 8 mismunandi trúfélögum. Var gott að finna þann góða anda, sem var ríkjandi þar. Fundum við hvemighinn Heilagi Andi féklk. yfirliönd yfir öllum. Vorum við þarna í 4 daga, og höfðum bihlíutíma, ibænastundir, samtalstíma og samkomur á kvöldin. Var allur dagurinn fullskipaður og var dásam- Jegt að geta tekið á móti 'því frá Drottni, sem Hann vildi gefa okkur. Síðasta kvöldið var svo sterkur opinberunarandi til staðar, og Drottinn talaði til okkar. Sagði: „að við ihefðum ekkert að óttast, að við skyldum leggja af stað með djörfung, því að; F.g (Drottinn) 'hef gengið á undan ykkur og þiS munuð vinna sigurf mínu nafni.“ Já, Guð er góður, hal'lelúja! Svo að Iþá var ekkert annað að gera en leggja af stað með hezta vopnið, það er Gufis heilaga orfi, og 'hinn Heilaga Anda. Strax i járn- hrautarlestinni frá Kvinisdal til Stavanger fengum við að sjá Guðs kærleika. Við sátum og sungum kóra og söngva um Jesúrn frelsara okkar, og allt í einu kemur þar fram eldri maður, gengur til einis leiðtogans og hiður um fyrirhæn. Hafði hann það að segja, að einu sinni var ég með Jíka. En svo 'féll ég frá frelsara mínum, en nú vil ég koma til baka til -hans. Viljið þið hiðja fyrir mér? Og Iþarna í lest'arklefanum heygði hann kné sín og tók á móti Jesú í annað skiptið. Við sjáum, að ef nokkur kemur iðrandi til Jesú, mun hann ekki verða rekinn hurt, en það Iþarf iðrandi og auðmjúkt hjarta tdl, þvá að Jesús þrengir sér ekki inn á neinn, heldur 'fá allir tilhoð og verða sjálfir að taka afstöðu með eða móti. Það er enginn millivegur til. Ég er virkilega glöð yfir því, að ég 'fékk einn dag þetta tilhoð og tók á móti því. Vorum við á St. Sotra, er það eyja fyrir utan Bergen, sem er að verða þéttbyggð nú síðustu ár- in, sérstaklega af ungu fjölskyldufóllki, sem kemur frá Bergen. Þarna vorum við 8 unglingar (4 stúlkur og 4 piltar). Bjuggum við í nýju samkomuhúsi Hvíta- sunnuvina þar, og hugsuðum við um okkur sjálf. Strax byrjuðum við á því að ganga út 2 og 2 með kristilegar bækur, og reyndum að ná samtali við fól'k, bæði unga og eldri. Oft mættum við mótstöðu, og dyrum var stundum lokað næstum á andlit okkar. En allir fengu rit, sem vildu taka á móti, með Guðs heilaga orði. Og trúi ég 'því, að þetta verði mörgum til blessunar. Flest tölk var þó opið og vingjarnlegt og taldist okkur til að ífól'k í tveim þriðju hlutum húsanna þar, hefðu keypt hækur. Seldum við ca. 40 bækur hvern dag, og einn 30

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.