Afturelding - 01.06.1971, Blaðsíða 16

Afturelding - 01.06.1971, Blaðsíða 16
eftirfylgjendur Krists, ferúði Jesú á jörðinni. Og það er ósk mín, að við öll, sem trúum á hann, gerum okkur það 'ljóst, að við erum 'krosslberar, ef við ætilum að vera tilbúin þegar Jesús kemur. Ef það er komið evo langt, að fólk er hætt að fyrirlíta okkur, gleðjumst við, og þegar óguðleg hlöð skrifa aðeins það sem er ,gott um okkur, og okkur finnst að við höfum náð langt. En þannig hefur það aldrei verið, þegar um brúði Krists er að ræða. Heintóandinn á ekki að geta táldregið liana. Séum við fyllt af krafti Jesú, mun heimurinn alltaf standa í gegn okkur. Losaðu þig við þá hugsun, að þú getir öðlazt eitthvað gott frá heim- inum. Ég vænti þess aldrei, að fólk tali vel um iþá sem eiga Guðs kraft. Við verðum að hætta að vonast eftir því hér niðri. Og Guði sé lof að við getum sætt okkur við það. Ef við erum heit í trúnni á Jesúm, getum við orðið salt ‘í heiminum. Það svíður undan salti í sári. Þess vegna vill heimurinn komast hjá því. Ef til vil’l eigum við eitt sinn eftir að sjá það, að saltið var ekta, og þó að svíði undan því, eigum við aldrei að lcvarta. Ef þú vilt vera salt, þar sem þú ert, þá vertu þér þess meðvitandi, að þú ert álitinn heimskingi. Getur imaður hugsað sér nokkuð heimskulegra en ganga hér um, bíðandi eftir því að einhver persóna komi og hrífi okkur upp til skýja? Þannig talar heimurinn, og ekkert heimskulegra hefur hann heyrt. Þess vegna er litið á okkur sem heimskingja, og Páll postuli segir: „Við erum heimskir vegna Krists.“ Gerðu þér þetta alveg ljóst. En, gleymdu því ekk i að iþú ert í góðum félagsskaj}, samfélagi heilagra. Jesús var fyrirlitinn meir en nokkur annar, sem gengið hefur á jörðinni. Og ihimnarnir urðu að hefja ihann frá jörðu. Svo mikið var hann hatað- jtr af mönnum, að það var að síðustu e’kki til blettur fyrir hann að standa á. Þeir hengdu hann upp á kross, hengdu hann upp milli himins og jarðar. Því meir sem ’við líkjumst lionurn, því meiri sársauka fáum við að deila með honum. En í þjáningum og mótlæti eigum við uppfyll- ingu í fyrirheitunum, svo að við látum hreinsast, og ’skiljum olckur frá öllum saurugleika, og vitum að kraftur Guðs og náð nægir okkur, svo að við þurfum ekki að gera neinar kröfur. Þýtt úr Dagcn. S. H. Heimspekingur íær svar. Framhatd af 9. sinni, gekk í kringum mig marga hringi og vissi ekki hvað hann átti að halda um mig. Ég skákaði mér upp á knén og skreið upp í sæng mína og hélt áfram að njóta þessa glaða hláturs unz ég sofnaði. Ég var endurfœddur. Þegar ég vaknaði næsta morgun stóð þetta allt fyrir mér eins og yndislegur draumur, sem mig hefði dreymt. En þegar lengra kom fram á daginn, varð mér ljóst að eitthvað stórkostlegt hefði borið við. Ég uppgötvaði að ekki eitt hlótsyrði hafði hrokkið af vörum mínum það sem liðið var dagsins, og ég var óaflátanlega í hljóðri bæn. Og þegar ég drakk vatnið, þakkaði ég Guði. Um kvöldið gerði ég eins og venja mín var. Ég gekk til hótelsins til að fá mér „snafs.“ Ég hafði svo lítið ljós, að mér fannst ekkert athugavert við það. En — vitið þið hvað, fætur minir neituðu að ganga inn í hótelið. Ég sneri mér við og gekk samstundis burt frá þessum stað. En mesta breytingin sem á mér varð, lá í því, að Bihlían beinlinis opnaðist fyrir mér. Daginn áður, ]>egar ég var að lesa hana, var ákaflega erfitt fyrir mig að skilja nokkuð af því sem ég las. Og mér fannst hún ákaflega leiðinleg. Hún var íbók, sem mér fannst ekki geta gefið mér neitt. En daginn eftir heyrði ég rödd Guðs tala til mín í samhandi við 126. Davíðs sálm, einkum þessi orð: „Þá fylltist munnur vor hlátri og tungur vorar fögnuðu.“ Þet-ta hafði ednmitt komið fyrir miig, áður en ég vissi að þessi orð væru að íinna í Bihlíunni. Munnur minn hafði fyllzt Ihlátri. Og það var ekki ég sjálfur sem hló. Hvers vegna hafði enginn sagt mér frá því að þetta stæði í Bihlíunni. Nýtt líf. Tveim vikum slíðar þegar ég var á hæn í herskála mínum, einhvern daginn, fann ég allt í einu sein eldur brynni í hjarta m’ínu, Ég skynjaði strax a’ð nú vildi Guð gera eitthvað sérstakt fyrir mig. Það var alveg eins og fæðing að einhverju nýju væri að fara fram innra með mér. 1 sömu andrá var sem kviknaði ljós í hjarta mínu: „Tala nýjum tungum.“ Ég skildi ekkert í þessu. En eldurinn hrann áfram 16

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.