Afturelding - 01.06.1971, Blaðsíða 18

Afturelding - 01.06.1971, Blaðsíða 18
Norskur dómari segir frá Þekktur dómari í Noregi var kominn á þann ald- ur, að hann var að láta af erribætti. Á þessum ald- ursmörkum íhitti vinur ihans 'hann að máli, og Vík- ur að farsælu og mjög virtu dómarastarfi hans á löngum erribættisferli. Þar kemur má'li þeirra, að vinur hans spyr hann, hvort hann muni ekki eftir eirihverju dómsmáli, er öðrum fremur 'hafi orðið honum minnisstætt. Dómarinn hugsar sig um, og segir þvínæst: „Ef ég á að vera hreinskilinn, þá er íþað eitt sakamál, sem ég minnist sérstaklega og hugurinn hvarflar oft til. Ekki er það þó vegna þess, að málið væri í sjálfu sér svo flókið eða veigamikið, heldur vegna eðlis þess og varnar sakborningsins.“ Vinurinn bað 'hann að segja sér nánar frá þessu, og dómarinn gerir það. „Nítj'án ára maður var kærður fyrir innbrot í sælgætisverzlun. Hann hafði tekið ófrjálsri hendi dál'ítið af hrjóstsykri, súkkulaði og sígarettum. Málshöfðandi var harður maður og vildi láta dæma unga manninn eftir harðasta lagastaf, er svona brot heyrðu undir. Þegar sókn í máli þessu hafði farið fram, gaf ég piltimim tækifæri að tala, ef hann hefði einhverjar varnir að ileggja fram í málinu. Ungi maðurinn Iróf mál sitt. Og nú heyrði ég þá athyglisverðustu varn- arræðu sem ég hef nokkru sinni heyrt, og hefur sú varnarræða oft talað til mín á óþægilegan hátt. Hann sagði: „Faðir minn var mikill sjósóknari. Hann stundaði sjóinn með ofurkappi alla daga. Hann gerði engan mun á rúmhelgum dögum og sunnudögum. Móðir mín var trúuð og reyndi að 'beina sál minni og hugsun inn á Guðs veg. Hún lét mig t .d. ganga í sunnudagaskóla í þorpinu og sagði mér margt fallegt um innihald og gildi trú- arinnar. En faðir minn var ískaldur gagnrýnandi á s'líka hlud. Fyrir hann var trúin hégómamál, ekk- ert annað. Þegar ég var enn nokkuð innan við ferm- ingu var það einn sunnudagsmorgun, að faðir minn réri snemma og með yfirlagðri liugsun lokkaði hann mig til þess að fara með sér út á fjörðinn í fiskiróður, án þess að bera það undir móður mína. Veður var yndislegt, fiskur allgóður og tíminn leið eins og í ævintýri fyrir ungan dreng. Þegar faðir minn sá, hvað ég naut mín vel, og var glaður og hress, fer hann að tala meira við mig: Var ég ek'ki góður, að taka þig með mér svona snemma í dag, til þess að mamma þín fengi ekki tíma til þess að neyða þig í sunnudagaskólann? Svo fer hann að rífa niður trúna, guðdómleika Jesú Krists og trúna á Guðs orð. „Allt er þetta bara kerlingahækur, sem ekkert er að gera með, leggur sálir hinna ungu í fjötra, svo að þedr mega ekki gleðjast og leika sér og njóta þeirra tækifæra, sem lífið vill gefa við leik og dans. Ég vil ráða þér til þess, að hafna þessum vegi algerlega, sem mamma þín vill fá þig inn á, því að þú verður aldrei að manni, ef þú ferð eftir ráðum mömmu þinnar. Þess vegna tók ég þig með mér í morgun, að ég vildi fá tóm ti'l þess að ræða þessi mál við þig, og ráða þér heilt, áður en allt verður um seinan." Við 'fiskuðum vel þennan örlagafíka sunnudag. Um kvöldið, er við komum heim, hafa sjálfsagt fáir séð neina hreytingu á litla drengnum, ytra til að sjá. Þó var það svo, að hann sá hjarta sitt eins og litla akurspildu, sem væri alsáð eiturfræi, er hrenndi allan jarðveg hurtu. Síðan 'kom harnaskólinn og síðan framhaldsskól- arnir: Kennararnir með skólastjórana í fylkingar- hrjósti héldu 'áfram að sá dauðafræinu: Trúin á Jesúrn Krist hábiljur einar. Enginn Satan, engin glötun. Leik þér, ungi maður og njóttu lífsins! Og nú stend ég 'hér í dag, 19 ára gamall, sem afbrota- m'aður. Þetta er málsvörn mín. Ég á enga aðra vörn til,“ sagði ungi maðurinn og settist. Réttarvitnin litu niður í gólfið, og mér sýndist pennaskaftið riða í hendi ritara réttarins. Ein 18

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.