Afturelding - 01.06.1971, Blaðsíða 42

Afturelding - 01.06.1971, Blaðsíða 42
Hvítasimnuvaknifig í öðrum löndum Brasilía er stærsta land Suður-Ameríku og það fjölmennasta. Landsmálið er Portúgals'ka. Mismun- andi þjóðflokkar hyggja landið, hæði innfluttir og innhornir. Á öldinni sem leið fluttu nokkrar fjöl- sikyldur frá írlandi til þessa fjarlæga lands. Bókin Brasilíufararnir, sem var gefin út af iþví tilefni, grein'ir frá örlögum og ferðum þess fólks. Viðskipti mi'lli íslands og Brasilíu eru nokkur og góð. Héðan fá þeir saltfisk. Mest af því kaffi, er við drekkum, kemur frá Brasilíu. Hvítasunnuvakningin kom ti'l þessa erki-kaþólska lands árið 1910. Voru það tveir Svíar, Gunnar Vingren og Daniel Berg, er fyrstir fluttu boðskap- inn þangað. Sá síðarnefndi skrifaði bók um vakn- inguna í Brasilíu. Var hún þýdd og gefin út á íslenzku, „Heiðinginn frá Ulfaeyjunni.“ Illaut hún góða úthreiðslu. Otgefandi: Bókaútgáfa Fíladelfíu. Árið 1910 hyrjuðu þeir félagar starfsemi sína. Hin mikla starfsgrein Hwítasunnusafnaðanna þar í landi, „Assemhleia De Deus“ er ávöxtur starfs þeirra Vingrens og Bergs. Brasilíumenn hafa litið þá starfsemi þeim augum að leiðtogar safnaðanna, sem flestir voru sænskir í upphafi, hafa hlotið heiður viðkomandi yfirvalda. Myndir af þeim hafa komið á frímerkjum. Götur 'hafa verið nefndar í höfuð þeirra, Joel Carlsons gata, Samuel Nyströms gata o. fl. Hvítasurmumenn í Brasilíu eru ta'ldir um 4 millj- ónir. I hverju héraði og borg reka þeir starfsemi sína. Hún er margþætt. Furðuleg var hyrjunin á harnaheimi'lis starfsemi þeirra. Innhrot var framið í hústað kristnihoða frá Svíþjóð. Mörgum fémætum ihlutum var stolið. Leitað var til lögreglunnar og hafðist upp á þýfinu og sökudólgunum, sem reynd- ust vera drengir 10—14 ára. Kristniboðinn er sótti hina horfnu muni sína, sá drengina í réttarsalnum. Hann spurði dómarann Ihvað yrði um þessa drengi. Svarið var: „Þetta eru vandræða hörn, sem hvergi efiga hei-ma og engan eiga að.“ Kristniboðinn sótti meira en horfna muni úr heimili sínu. Hann haðst leyfis viðkomandi yfirvalda, að mega ganga þessum drengjum í föður stað. Leyfið var auðsótt. Dreng- irnir komu nú S annð sinn í heimilið, ekki sem undirförulir óknyttastrákar, heldur sem heima- menn kærleiksriks kristnihoða. Dvalarheimili var hyggt fyrir munaðarlaus böm og þar eiga heima í dag yfir 200 hörn. Ailin upp í góðum siðum, trú og menningu. 30 af þessum hömum ferðuðust um Skandinavíu á liðnum vetri og vöktu alstaðar atihygli og drógu að sér þúsundir áheyrenda. Þau voru með lúðrasveit og söngsveit, sem hreif hjörtu allra. Skiljanlegt er að með svo mörg ó'lík þjóðahrot, þá hefur vakningin tekið inn á sig mismunandi ein- kenni. Mikið er um ítali í Brasilíu. Sama ár sem Svíamir 'fyrrgreindu komu til landsins, kom þangað ítalskur Hvítasunnumaður. í dag er sú starfsemi stór grein í Hvítasunnuhreyfingunni þar í landi. I horginni Sao Paulo er fjöilmennur söfnuður, sem á kirkju, er rúmar 3800 í sæti. Söng og hljómlistar- l'íf er þarna talið með fádæmum. Stór symfoníu- hljómsveit er innan safnaðarins og leikur í samkom- unum. Kirkja þeirra er ein sú fallegasta í Suður- Ameríku. Séreinkenni er sterkt í þessari grein 'hreyf- ingarinnar. Bæn er alltaf iðkuð með 'knéfalli í öllum samkomum Iþeirra. Benda þeir á orð Páls postula: „Þessvegna er það, að ég beygi kné mín fyrir Föðurnum.“ Ef. 3. 14. Viðstandandi regla hefur og verið í þessari hreyf- ingu að skírnarathafnir eru tvisvar í hverjum mán- uði og eru þá skírðir 100—200 mlanns biblíulegri ídýfingarskírn. Bandarískir Hvítasunnumenn (Assemblies of God) reka umfangsmikla starfsemii í landinu. Höfuð- stöðvar þeirra eru í Rio de Janeiro. Útgáfu- starf-semi þeirra er risavaxin og vönduð. Innihaldið 42

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.