Afturelding - 01.06.1971, Blaðsíða 15

Afturelding - 01.06.1971, Blaðsíða 15
NOKKRAR MÍNÚTUR MEÐ LEWI PETHRUS. Pá!l)l pos'tuli sagir í (2. Tím 4,8.): „Og nú er mér geymdur sveigur réltlœtisins, sem Drottinn mun gefa mér á þeim degi. Hann, hinn réttláti dómari, en ekki einungis mér, heldur og öllum, sem clskaö hafa opinberun lians.“ Hér getur þú séð sjálfa driffjöðrina í eftirvænt- ingu liinna kristnu. Eftirvæntingin birtist í hinu ytra, en sjálf driffjöður eftirvæntingarinnar er kær- leikurinn. Við elskum að iheyra um endurkomu Krists. Og Ihvensvegna? Jú, vegna þess, að við elsk- um Jesúm. Hugsaðu þér, að þú hafir fengið boð frá einhverjum, sem þú he'fur ekki elskað, að hann ætli að vitja þín. 'Hvernig Ibregzt þú við? Þú gerir alls ekkert og reynir að komast hjá því að taka á móti honum. Ég heyrði eitt sinn frásögu af ríkum manni, sem fór í heimsókn til fátækrar fjölskyldu með gjafir. Húsmóðirin var ein heima með börn sín. Hún bað börnin að hafa hljótt um sig, og opnaði ekki fyrir gestinum, þVí að 'hún hélt að það væri húseigand- inn að krefja hana um húsaleiguna, og hún átti enga peninga lil. — Hún hugsaði að einhver stæði fyrir utan, sem ætlaði að krefja hana einhvers, í stað þess að það var vinur, sem stóð fyrir utan imeð gjafir, sem hann vildi gefa þeim. Þetta sýnir hvernig sá bregzt við, sem ekki á von á góðu. Þetta er dæmi um syndarann, sem bíður dómarans — sem kemur til að krefja hann um skuld. Það sem þú átt að gera, er að opna fyrir Jesú og gjöfum 'hans. Gerir þú það, getur þú beðið eftir honum sem vini, sem þú elskar. , Hve undursamlegt að mega elska Jesúm, og treysta honum, sem við höfum þó ekki séð. Hugsaðu þér nú allar milljónirnar, sem ekki hafa séð hann, en hafa samt elskað hann. Þeir hafa jafnvel gengið í dauðann hans vegna. Hve undursamlegt fyrir þá síðan, að fá að sjá hann! Ekki er undarlegt að þeir þráðu þennan dag. — Við elskum endurkomu hans, vegna þess að við elskum hann. Vinur minn, elskar þú Jesúm? Lifir þú í glóð fyrsta kærledkans? Þá getur þú verið viss um að þú ert 'brúðarsál, því að 'þá elskar iþú endurkomu hans. Biðjum Guð að hann fylli okkur kærleika sínum, svo að við væntum komu Frelsara okkar. Ekki aðeins vegna þess að við sjáum það í Orðinu að hann kemur aftur, heldur vegna þess að við berum persónulegan kærieika til hans. í 1. Péturs br. 1, 6, 7 lesum við: „Þá munuö þér fagna, þótt þér nú um skamma stund, ef svo verdur að vera, hafió hryggzt í margs- koíiar raunum, til þess að trúarstdðfesta yðar, langtum dýrmœtari en forgengilegt gull, sem þó stenzt eldraunina, geti orðið yður til lofs og dýrðar og heiSurs við opinberun Jesú Krists.“ Þarna sérðu enn eitt auðkenni á brúði Krists — neyð og raunir. Það hefur ávallt einkennt sanna 15

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.