Afturelding - 01.06.1971, Blaðsíða 20

Afturelding - 01.06.1971, Blaðsíða 20
E. P R I P, forstöðumaSur: Heimsókn í verkstœdi Guös ATHYGLISVERÐ OPINBERUN Þegar Drottinn Jesús talar í dæmisögunni í Lúkasarguðspjalli, 18. kapitula, um rangláta dóm- arann, þá vill ihann með lienni kenna lærisveinun- um að þeir eigi stöðugt að biðja og ekki þreytast. Máli sínu lyktar hann með andvarpi, er stígur upp frá hjarta hans: „Mun iþá manns-sonurinn finna trúna á jörðinni, er 'hann kemur?“ Jesús, sem gerþekkir mannshjartað, öllum öðrum fremur, óttaðist að lærisveinarnir hrygðust í þessu efni. Þegar bænheyrelan fengist ekki af einihverjum óþekktum ástæðum væri sú hætta á næsta leiti, að ihætta að biðja vegna svefndrunga eða vantrúar. Þeir væru kannski rétt við tákmarkið, en öðluðust aldrei bænasvaríð vegna þess að þeir þreyttust. Viðhurður sá, er hér fer á eftir, mun ef til vill varpa ljósi yfir þennan sannleika, fyrir marga. Ég lá í hvílu minni, segir E. Prip, og var að hugsa um hin dásamlegu 'loforð og fyrirheit um hænheyrslu. Einkum voru það fyriiheit, eem þessi, er ég var að hugleiða: — Sérhver sá öðlast, er biður. — Hvað, sem þér biðjið Föðurinn um, það mun hann veita yður í mínu nafni. Að lokum sofnaði ég. Mér fannst ég vakna við það, að nafn mitt var n-efnt. Fyrir framan mig stóð geislandi björt vera. Ásýnd hennar lýsti af friði -—- og lign eilífðarinnar. -—- Prip, rístu á fætur! sagði engillinn og tók í fallið saman við sprengingu niðri í námunni, með þeim afleiðingum, að allir sem í námunni voru fórust. Þannig notaði Guð dýrið til þess að forða Jakobi frá hættunni og hráðum dauða. „Guð lætur Iþá ekki verða sér til sikammar, sem á Hann trúa.“ „Allt samverkar þeim til góðs, sem Guð elska.“ Ragnar Gufimundsson. hönd rnína. Um leið og ég reis upp skeði nokkuð undarlegt. Mér fannst allt verða gagnsætt og ég eá inn í hinn eilifa og ósýnilega heim. Jafnframt því, er ég sá hinn tímanlega og jarðneska heirn, sá ég mikinn fjölda þjónustu bundinna anda sem eru útsendir í þeirra þarfir, sem hjálpræðið eiga að erfa. (llebr. 1,14). Það hlutverk, sem þeir höfðu fengið tók hugi þeirra algerlega fangna. Enginn var öðrum til trafala eða hindrunr. Einn og sérhver ræ'kti hlutverk sitt í kostgæfni, kyrrð og ró. Þegar ég, gagntekinn af því, sem fyrir augun har, og í þann veginn að þaulspyrja margs, sagði leiðsögu- maður minn: „Ég ætla að sýna þér lítinn hornkrók í verikstæði Guðs. Táktu nú vel eftir því öem þú sérð.“ 1 næstu andrá virtist mér, sem við værum á leið upp 'hátt fjall. Niður fjallið streymdi elfa mikil, með kristalstæru vatni. Meðfram elfunni á bökkum hennar, var mikill fjöldi engla, og virtust þeir allir vera að grafa vatnsveitu skurði, sem lágu út í fljótið. Þegar vatn streymdi út í fljólið frá nýrri lind hljómaði fagnaðarsöngur englasveitanna undir himninum. „Og þér munuð með fögnuði vatn ausa úr lind- um hjálpræðÍ9Íns.“ — Og „vatnið, sem ég imun ge'fa ihonum, verða í honum að lind, er sprettur upp til eilífs lífs!“ Þegar ég aftur æfilaði að biðja leiðsögumann minn um útskýringu á þessu, sagði hann: „Bíddu aðeins og þú munt skilja þetta allt saman.“ Brátt vorum við á fjallstindinum. Þarna uppi voru upptök lindanna, sem runnu í fljótið mikla. Þetta var undursamleg sýn. Ótölulegur englaskari var þar. Hver og einn þeirra var önnum kafinn við það að sjá um -sína lind. Sumir fögnuðu og réðu sér varla fyrir gleði yfir þvi að hafa fengið þornaða lind til að streyma fram á ný. Aðrir glödd- ust yfir því, að farvegur linda þeirra hafði dýpkað 20

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.