Afturelding - 01.06.1971, Blaðsíða 47

Afturelding - 01.06.1971, Blaðsíða 47
ísraelsmenn eiga marga orðskviði. Einn er þessi: „Sá sem eigi trúir á kraftaverkið, er ekki raunsæis- maður.“ SéS í þessari sjónpípu, eru ísraelar í dag raun- eæismenn. Þeir 'hafa tekið 'þátt í stórum kraftaverk- um, og þeir vænta enn fleiri í framtíSinni. í sex daga stríðinu 1967 iliafSi sigursæl hersveit Israela teklS hluta af musterissvæðinu, vestan megin við’ Grátmúrinn. Þessari fomhelgu landspildu hafSi ekki fyrr verið náð úr höndum óvinanna, en hinn hugumstóri liershöfðingi Moshe Dayan fékk eldlega hugsun í sinn svellandi barm. Hann var þá ekki heldur mjög lengi að framkvæma hana. Hann skrifaði stutta 'bæn til Almáttugs Guðs — Guðs ísraels: „Ó, gefðu frið yfir ísrael.“ Hann hljóp þegar af stað með 'þessi skrifuðu 'bænarorð og setti þau í litla gróp, sem hann fann í Grátmúrinn. Eftir stutta stund var sex daga stríðinu lokiö. Líkast flóðbylgju streymdi nú hundruð þúsunda pílagríma til Grátmúrsins, og báru liarm sinn upp frammi fyrir Almáttugum Guði, vegna vanhelgunar á hinu fræga musteri er fal'lið hafði í rústir. Síðan snerust harmtölur fjöldans í brennandi ákall til Guðs um að musterið mætti endurbyggjast. Dag einn veitti ég því atihygli að þúsundir inanna söfnuðust að Grátmúmum. Það var á sérstökum sorgardegi Gyðinga. Ég fór þangað. Þarna hlustaði ég á ótölulegar raddir, sem hlönduðust saman. Sumir báðu, aðrir gáfu sig að því að lesa úr helgum ritningum Gamla testamentisins. Einkum var það tamt mörgum að lesa harmljóðin og kveinsta'fasálm- ana. Athyglisvert var, hvað allir llétu sér á sama standa um þá, sem á horfðu og voru í kringum þá. Þeir sem lögðu fram harmtölur sínar, lögðu sál sína alla í það. Þeir sem lásu Ritningamar gerðu það sama. Hitt var aukaatriði hverjir voru í kring- um þá, eða þó að ókunn augu veittu þeim at'hygli. Rétt við hliðina á mér, er ég var að íhuga það sem fyrir augun 'bar, stóð kennari frá þekktum biblíu- skóla. í Jerúsale Gyðinglegur rah'bí kom til okkar og hóf samræð- ur við okkur. Það kom undir eins í iljós að hér var mælskumaður mikill á ferð og þekkingin einstæð. Við, sem útlendingar, 'brunnum af löngun til að skynja eitlhvað af því sem bærðist í liugsanalífi þessa fjölda Israela, sem þarna voru fyrir sjónum okkar, greinilega uppteknir af alvörumálum sinum. Vio beindum því spurningum okkar að þessum gáfulega lærdómsmanni, um það hvað í hjörtunum hærðist hjá þessum niikla mannfjölda, er þarna stæði. „Margt af unga fólkinu í ísrael á erfitt með að skilja geðsveiflur sorgarinnar hjá eldra fólkinu,“ sagði hann. „Unga fólkið er alllt á valdi sigurgleðinn- ar. Borgin elskaða er þeirra. Múrinn, sem skipti 'borginni, 'hefur verið hrotinn niður. Það er nútímans kraftaverk. Svo eru það aörir, sem harmurinn liggur á eins og mara út af því, að Við höfum ekkert musteri og enga prestastétt. Allt, sem þeir hafa er Grátmúrinn, og bak við hann er moskan" (bænahús Múhameðsmanna). „Hver er svo von ykkar til framtíðarinnar? Hvað biðjið þið um?“ spurðum við. „Við hiðjuin um kraft'averk. Við Gyðingar viljum a'ldrei vanhelga tstaði annarra trúar- 'bragða. En margir á meðal okkar Gyðinga trúa því að rnoskan eyðileggist í jarðskjálfta.“ „Og hvað svo?“ „Það er nú hin skoplega 'hlið málsins. Enda þótt við gætum enduihyggt musterið strax á morgun, hefðum við engri prestastétt á að skipa. Og hér mætir okkur hin stóra neikvæða.“ Margir fleiri höfðu veitt fjörugum samræðum okkar athygli og fólk hafði því safnazt að okkur. Rahbíinn hélt áfram: „Fyrir nokkrum árum voru þrír lærimeistarar á meðal okkar, aillir mjög framarlega á sínu sviði. Þeir komu fram með þá hugmynd, að þeir gætu ef til vill orðið nokkurskonar ráð, er settu presta 47

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.