Afturelding - 01.06.1971, Blaðsíða 13

Afturelding - 01.06.1971, Blaðsíða 13
Þannig þekktu þeir Guð sinn — gömlu mennirnir Á reisulegu óðalssetri í Mið-Englandi 'bjó íyrir löngu síðan sanntrúaður eldri inaður. Hann átti son, einan 'barna. Og þessi sonur var ekki aðeins stöðug uppspretta af gleði fyrir föðurinn heldur alla sem wnnu á óðalssetrinu. Einn dag, þegar sonurinn hafði farið í langt ferðalag, koni ungur maður sem gestur á heimilið. Eaðir Iþessa unga manns og óðatebóndinn voru vinir, og Ihann tó'k þvú vel á móti syni vinar síns. í samræðum þeim, er hófust á milli þeirra, viðhafði ungi maðurinn óvarleg orð um Guð. Þegar öildungurinn heyrði Iþetta, aðvaraði hann unga manninn með svofeldum orðum: — Vinur miinn, ertu ekki 'hræddur við þaö að óvirða Guð með því að tala svona gálauslega um nafn hans? — Ég þekki e'ldki Guð, sagði ungi maðurinn, um •leið og hann yppti öxlum kæruUeysislega. — Eg iief aldrei séð hann. Við þessu svari unga mannsins, þagði gamli mað- nrinn — um sinn. Síðan sveigði liann umræður þeirra að íiðru efni, og lét sem ekkert hefði horið á milli. Að lítiili stundu lliðinni, hauð heimilisfaðirinn unga manninum að sýna honum óðalið. Hainn þá það. Þeir gengu fyrst um trjágarðinn, því næst gengu þeir kringum höfuðbyggingarnar. Loks gengu þeir inn í aðal'bygginguna. í einni stofunni, sem þeir komu í, veitli ungi maðurinn málverki einu mikla athygli, er þar var á áberandi stað. Gat ungi mað- urinn ekki orða hundizt, en lét hrifningu sína í ljós með fleygum orðum. — Sá maður, sem málað hefur þessa mynd, hlýtur að vera snillingur, sagði ungi maðurinn. — Það er sonur minn, sem hefur málað hana, svaraði öldungurinn. -— Þá fer ekki hjá því að sonur yðar er skarp- gáfaður listamaður, sagði gesturinn. Þeir gengu út úr húsinu og héldu áfram að ganga um trjágarðinn. Og nú komu þeir á stað, er þeir höfðu ek'ki komið áður. Þegar ungi maður- inn sá alla þá blómafegurð sem þar var, dásamaði hann fegurðina og stílinn og skipulagninguna, eem var þar á öllu. — Hver hefur skipulagt þetta hérna? spurði gesturinn. — Það hefur sonur minn gert. 'Hugsun hans og hönd hefur gert þetta allt. Frá minnstu gróðursetn- ingunni til hinnar stærstu og fegurstu er hans verk, sagði faðirinn með aðdáuin í orðunum. — Er það mögiílegt? Hann má vera meira en lítill snillingur, verð ég að segja. Þeir héldu skemmtigöngunni áfram. Og miklu lengra inni í garðinum koma þeir að litlu, rauð- ináluðu búsii, þar sem hópur glaðra barna lék sér. Hér varð undrun gestsins kannáki aillra mest, er liann spurði hverju [xvtta eætti. — Þetta er hugmynd og verk sonar iráns einn- ig. Hér hefur hann komið á fót litlu barnaheimili fyrir fátæk og foreldrálaus hörn. Hann sér þeim fyrir ókeypis kennslu og sér að öllu leyti um uppeldi iþeirra, og vandar allt þannig, að börnin, Iþegar þau vaxa, geti orðið nýtir og sannir þjóð- félagsþegnar. — En ’hvað þér Ihljótið að vera hamingjusamur maður, að eiga slíkan son, sagði ungi maðurinn mjög hrærður! — Hvernig getið þér vitað að sonur minn er góður sonur? — Vegna þess að ég hef séð verk hans. Hann hlýtur að vera af’burða hæfileikum húiinn og eftir því góður maður, ef hann liefur skijnilagt a'llt þetta og framkvæmt það, sem við höfum séð. ,— En þér hafið aildrei séð hann, sagði öldungurinn. — Nei. 'En ég get þekkt hann eigi að siður, 13

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.