Afturelding - 01.06.1971, Blaðsíða 40

Afturelding - 01.06.1971, Blaðsíða 40
Maðurinn er aldrei einsamall Everett MacKinley Dirksen er ieiðtogi minnihlut- ans í Þjóðþingi Bandaríkjanna. Hann hefur játað það hreinskilnislega, að hann hafi fundið það ailt sitt líf hve nærvera Guðs var honum ljós og persónu- leg. Maðurinn er aldrei einsamall, játar 'hann. Þeg- ar alvarlegur sjúkdómur var að því kominn að leggja hann að velli, greip aimættishönd Guðs inn í kringumstæðurnar og læknaði hann á yfirnáttúr- legan hátt. Við eigum enn mikið eflir að uppgötva í heimi Guðs, segir þessi þekkti stjórnmáiamaður. Eins langt aftur í ævi mína og ég man, hef ég reynt nærveru Guðs í lífi mínu. Eiztu minningar mínar frá morgni lífs mins, eru þær, þegar öll fjöl- skyldan heima safnaðist saman í dagstofunni og móðir mín las úr stórri Bibiíu, sem ávallt var látin liggja á borði í stofunni. Faðir minn dó, iþegar ég var aðeins fimm ára gamall. Þá stóð móðir mín ein uppi með þrjá unga syni og tvö fósturbörn. En þessar hörðu kringum- stæður brutu ekki trú hennar á lifandi Guð. Það var síður en svo. Lífið féll í sömu rás og áður, nema hvað mikiu meiri ábyrgð féll á lierðar okkar drengj- anna. SunnudagasJcólinn gaf hjartanu eitthvaS. Hvern sunnudagsmorgun vorum við vaktir snemma til að fara í sunnudagaskólann, og því næst til guðsþjónustu í kirkjuna. Á kvöldin vorum við á unglingasamkomum og síðar á vakningarsam- komum. Með þennan bakgrunn ævi minnar ætti öll- um að vera auðvelt að skilja, að frá því fyrsta hef ég ráðgast við Guð í öllum mínum draumum og áhugamálum. Hvern dag ævi minnar hef ég talað við hann um óskir mínar og ráðgast við hann um allt, sem ég hef tekið mér fyrir hendur. Flestir kaila þetta bæn, en mér finnst það iíkjast meira samtali. Þetta veitti mér svo friðsælar tilfinningar af því að ég fann, að ég var aldrei einsamall, en við vorum tveir saman. Sérstaklega minnist ég einnar stundar í lífi mínu, þegar þessi tilfinning, þessi vissa um nálægð Guðs, varð einkar augljós fyrir mér. Það var árið 1948 þegar Bandaríkjaþing var að undirbúa og semja lög í fyrsta sinn til fjárhagsráðsins. Þetta var ákaf- lega mikið og erfitt verk. Lesa þurfti svo mörgum klukkustundum skipti daglega uppkast laganna, ritað með ótrúlega smáum stíl, og innskotssetningar ótölulegar. Er ég hafði unnið við þetta fimm til sex vikur, var ég búinn að fá þrálátan verk í bæði augun. Ég leitaði til sérfræðings í augnsjúkdómum. Hann sagði að bólga væri komin í augnhimnurnar. Þegar þetta vildi ekki batna, fór ég til annars sér- fræðings. Hann kvaðst hræddur um að þetta væri illartað æxli, sem væri að búa um sig bak við ann- að augað. Strax að þessari rannsókn lokinni, var ég sendur til sjúkrahúss til augnauppskurðar. Þeir höfðu sagt mér að það þyrfti að taka annað augað. GuS lœknaSi augaS. Á leiðinni til sjúkrahússins fór ég að tala við Guð um kringumstæður mínar. Þetta var einkar einfalt samtal, mjög persónulegt og ef til vill nokk- uð viðkvæmnislegt. Ég sagði við Guð, ósköp blátt áfram, að ég vonaði, að ég þyrfti ekki að láta taka augað burtu. En væri það nú samt sem áður vilji hans þá vildi ég sætta mig við það. Það sem ég þó sérstaklega lagði áherzlu á í samtalinu, var, að ég fengi að vita það með vissu, hvort ég ætti að fall- ast á ráð læknanna, að láta fjarlægja augað. Á knjám mínum þarna í járnbrautarlostinni íékk ég svarið. — Þegar yfirlæknirinn á sjúkrahúsinu ætlaði að fara að búa sig undir að skera burt hægra auga mitt, sagði ég við hann: 40

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.