Afturelding - 01.06.1971, Blaðsíða 41

Afturelding - 01.06.1971, Blaðsíða 41
— Herra læknir, ég hef ákveðið að augað verði ekki tekið burtu. — Hvers vegna liafið þér þá komið hingað? spurði hann. — Hingað hef ég komið vegna þess, að aðrir læknar hafa sent mig til yðar. En nú hef ég fundið annan lækni. Hann leit á mig með undrunarsvip og sagði: — Það er ekki mögulegt. — Jú, svaraði ég. Ég hef fundið annan lækni. Það er yfirlæknirinn þarna efra! — Hinn þekkti augnasérfræðingur horfði á mig með vantrú í augum og sagði: — Já, einmitt, þér heyrið til þeim sem trúa Biblíunni og lesa hana. — Ég fékk leyfi læknisins að halda auga mínu kyrru á sínum stað. Þetta var hægra augað. í dag hef ég betri sjón á því en því vinstra. Þessi veikindi mín stuðluðu að því að ég hvarf af stjórnmálalega skeiðvellinum og heim til ann- arra starfa. Meðan veikindi mín stóðu yfir var það mikil huggun fyrir mig að konan mín las mikið fyrir mig í Biblíunni. En seinna, þegar sjónin fór að batna, fór ég að hugleiða það, að snúa að lögfræðistörfum. En áður en ég tók fasta ákvörðun um þetta, kom fulltrúa- nefndin í heimsókn til mín og bað mig að gefa mig fram við næsta kjör til öldungadeildarinnar. Þetta var 1950. Ég féllst á það og náði kosningu. Skapandi hönd á bak við allt. í dag erum við svo ákaflega áhugasamir fyrir geimferðum margvíslegum. Það eru ferðir til tungls- ins og enn lengra út í geiminn, sem brýna okkur æ meir og meir. Ef til vill er ekkert rangt við þetta. I Guðs sköpunarheimi eigum við eftir að uppgötva margt enn. Gervöll fyrirmyndin í alheiminum er aðdáunarvert og stórkostlegt listaverk í skipulagi og gerð. Allt saman vitnar það um og sannar að voldug skapandi hönd er á bak við hverja litla eind. En Guð gerði sig ekki aðeins dýrlegan í smáhlutun- um, er hann skapaði heiminn. Hann hugsar ekki síður um okkur börnin sin, þig og mig. Þar af leiðandi er maðurinn aldrei einsamall. (Þegar þetta er endursagt hér í Aftureldingu, er E. Mac ICinley dáinn fyrir rúmu ári, ef rétt er munað. Ritstj.). Lítið Ijós var lífgjöf hans Skip var á ferð yfir Atlamtishaf, þá gerðist það nótt eina, að maður einn féll útbyrðis. Það var kal'lað: „Maður fyrir borð!“, og strax var bátur látinn síga niður itil mannsins, og honum var bjarg- að. Um »ama leyti og Iþað skeði, lá annar maður veikur í klefa sínum. iHann heyrði kal'ldð, og var að brjóita heil'ann um, hvað hann gæti gert til þess að hjálpa. Þá datt honum í hug að taka lanipa sinn, og halda honum upp í lloftopið, svo að Ijósið skein út yfir bylgjur hafsins. Næsta dag kom maðurinn, sem hafði bjargazt inn till sjúk'a mannsins, og þakkaði honum fyrir. „Ég var að isölkkva í iþriðja slinn,“ sagði hann, „er lljósið frá Iþér, islkein á hö'fuð mitt. Það gerði mönn- unum á bátnum möguilegt að sjá hvar ég var, og þeir björguðu mér.“ Þetta li'tia ljós bjargaði mannslífi. Það er hið 'litla í lífi okkar, sem Jesús reiknar með. Þú skalt ekki bíða eftir Iþví að gera Iþað stóra. Amiars missir þú ö'lll tæ'kifæri tíl að gera eitthvað. Nei, gerðu það Jitla fyrst, þá fær þú hæfileika til að gera það 'som meira er. Guð mun l'auna öllum þeim sem gera það, som þeir liafa möguileika ti'l að gera. „Hvenœr eru samkomur hjá ykkur?" Aðkomufólk utan af landi, sem kemur til Reykjavíkur, hringir oft í sírna og spyr: „Hvenær eru sarokomur hjá ykkur í Fíla- delfíu?“ Svarið við þeirri spurningu er: Reglubundna-r samkomur eru eins og hér segir: Sunnudaga: Valkningarsamkomur kl. 8 e. h. Þriðjudaga: Bibliulestrar, kl. 8,30. Fimmtudaga: Vakningarsamkomur, kl. 8,30. Laugardaga: Barnasamlkomur, kl. 8,30. Allir eru hjartanlega velkomnir á þessar sam- komur. Samkomustaður: FÍLADELFÍU, Hátúni 2, Reykjaví'k. 41

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.