Heimilisvinurinn - 01.06.1904, Qupperneq 4
4
legu móki, sneyddi sig hjá opinberum ávirðingum,
en leitaði sjer þó dægrastyttingar í fánýtri heims-
gleði, enda va.ntaði ekki peningana.
I3á veiktist bróðir hans, sem hann unni af
hjarta. Hann var hjá honum dag og nótt. Veik-
indin voru lengi tvísýn, en sjúklingurinn varð lækn-
ir þess heilbrigða. Sjúklingurinn vildi ekki láta lesa
neitt annað en ritninguna fyrir sig, og helzt ekki
tala um annað en Jesúm. Slíkt hlaut að hafa á-
hrif. Báðir urðu alhressir, annar í líkamlegu og
hinn i andlegu tilliti. Skömmu síðar hlustaði Studd
á Moody nokkrum sinnum, og þá vannst fullur sig-
ur. Eptir það setti hann aldrei ljós sitt undir mæli-
ker eins og áður, og eins og svo margir gjöra, sem
þykjast þó ætla til himna. Innan skamms gaf Guð
honum þá gleði, að geta hjálpað einum vina sinna
til Jesú. Studd segir sjálfur frá því á þessa leið:
„Mjer er ómögulegt að lýsa gleði minni, þegar jeg
leiðbeindi sál í fyrsta skipti upp að krossi frelsar-
ans. Jeg hef reynt flestar unaðssemdir, sem heim-
urinn býður, en þær eru einskisvirði í samanburði
við þá gleði".
Annar efnilegur stúdent í Cambridge hjet Stan-
ley P. Smith. Hann var betri ræðari en flestir
aðrir, og hafði unnið sjer frægðarorð með því.
Hann var og mjög vel máli farinn. Þessi stúdent
varð og gagntekinn af Kristi, og fór þá vinátta
þeirra Studds og hans mjög vaxandi.
Nokkru eptir þessa breytingu gaf Studd allar