Heimilisvinurinn - 01.06.1904, Qupperneq 18
18
við fleiri en menn eina. Hann fjell þá á knje og
bað á þessa leið: „Ó, Drottinn, þú komst til að
frelsa syndara, jeg er syndari. Þú komst til að leita
að hinu glataða og frelsa það; jeg er glataður, get
ekki frelsað mig sjálfur. Pú sagðir: „Jeg mun
engan hrekja burt, sem til mín kemur". Jeg kem
til þín og get ekkert fært þjer nema sjálfan mig.
Jeg kem hvorki með loforð nje ásetninga; jeg hef
hvort sem er aldrei haldið nein loforð. Jeg kem
eins og jeg er, og treysti þjer“.—Litlu síðar lagð-
ist hann ánægður til svefns, en það hafði hann ekki
gjört í mörg ár.
Hoste þótti heldur en ekki vænt um morgun-
inn eptir, þegar hann sá breytinguna, sem orðin
var á höfuðsmanninum, og heyrði hann vegsama
náð Drottins. Þeir báðu saman morgunbæn sína.
Kristniboðarnir hjeldu samkomu á skipinu á
hverjum degi. Farþegjunum brá heldur en ekki í
brún, þegar höfuðsmaðurinn bað sjer hljóðs á næstu
samkomu og fór að vitna um Krist. Hann, sem
jafnvel daginn áður fór með guðlast, skoraði nú al-
varlega á áheyrendurnar að koma að krossinum á
Golgata og hvítfága skikkjur sínar í blóði lambsins.
„Það er svo einfalt, barnslegt traust og ekkert ann-
að“, sagði hann. Upp frá því talaði hann nærri því
hvern dag á samkomunum, og sagði við hvern, sem
hann talaði við, að hann mætti til að vitna um
náð Krists og kærleika hans, sem hann hefði sjálf-
ur reynt svo áþreifanlega.