Heimilisvinurinn - 01.06.1904, Page 34

Heimilisvinurinn - 01.06.1904, Page 34
34 höfum ekki æðia takmark; jafnan getur litið svo út í augum vorum, eins og lífið sé ekki jafngildi allrar þessarar baráttu og mæðu, allrar þessarar sjálfsfórnunar og sjálfsafneitunar. Með öllu, sem mannssálinni þannig hefir verið boðað sem uppbót fyrir ódauðleikann, er eins og freistarinn hafi leitt oss upp á fjall með víðu útsýni yfir fagurt ríki og hafi sagt: „Alt þetta skal eg gefa þér, ef þú vilt falla fram og tilbiðja mig“. En hvernig er þetta riki; það er eins og sálma- skáldið segir: Ó, veröld hve valt og vesalt og fánýtt er glysið þitt alt; ei annað en brothætt og gljáanda gler og glæsileg vindbóla’ og skuggi það er; ei annað en hismi, þótt hnoss sýnist nú; burt, hégómi þú. Hvað æfi mín er, hin óvissa svipstund, sem kemur og fer? Hvað sorg mín og kæti’ og þau verk, er eg vinn, mín viturleg forsjá og áhugi minn? Hvað strit mitt og hugsýki’, er hrellir mig nú? burt, hégómi þú. Nei, vér verðurn að komast hærra upp á fjall-

x

Heimilisvinurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisvinurinn
https://timarit.is/publication/419

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.