Heimilisvinurinn - 01.06.1904, Page 37
37
Vér höfum önnur betri úrræði. Vér getum
kannast við synd vora og gefið oss honum á vald,
sem minkaði sjáifan sig og tók á sig þjóns mynd
til þess að kenna oss, að vér þrátt fyrir hverfulleik
vorn og staðfestuleysi, erum þó guðs l)örn, ekki dýr,
ekki alháð endanleikanum, að guð er ástríkur fað-
ir vor, og í opinn faðm hans getur jafnvel hinn
mesti syndari flúið. Þá er vér felum oss honum,
sem sameinaði í sér hið guðdómlega og mannlega,
sem safnaði í sér allri þeirri þjáning, ailri þeirri
líkamlegri og andlegri kvöl, sem unt er að hugsa
sér, þá lyftir hann oss upp á sína sterku arma og
hjálpar oss til að klifra upp klettastiginn, upp á við
til hins eilifa ríkis. Eins og barnið fylgir móður
sinni með fuilu trausti, þannig eigum vér að fylgja
honum án þess að brjóta heilann um, hvernig eigin-
lega muni vera umhorfs þar uppi, hvað vér eigum
að taka oss fyrir hendur, og svo framvegis. — Vér
eigum að láta hann um það, hertaka alla hugsun
undir hiýðni Krists, treystandi því, að sú dýrð, sem
koma á, sé meiri en svo, að nokkur maður geti
sett sér hana fyrir sjónir. —
Spyrja má, hvaðan eg hafi þetta traust, að til
sé í raun og veru frelsari, endurlausnari. — Það
hefi eg af því, að eg hygg að skynsamleg hyggja
lýsi sér í heiminum, og af því, að eg get ekki hugs-
að mér heim fullan af lifandi verum, gæddum sjálfs-
vitund, er ofurseldar væru örvæntingu eða glötun.
I’að hefi eg af því, að eg hefi kannast við vanmátt