Muninn

Árgangur

Muninn - 29.10.1987, Síða 5

Muninn - 29.10.1987, Síða 5
Busavígslan Oj bara ullafyakk Tcxti og myndir: Garðar A. Arnason Það hefur lengi tíðkast í framhaldsskólum hér á landi að ’ ‘busa’ ‘ nýnema á haustin. Nýnemar, öðru nafni busar, eru vígðir inn í ’‘samfélag heilagra’ ‘ með heilmikilli at- höfn og eru eftir það fullgildir menntskælingar. Þessar busavígslur hafa löngum valdið deilum og voru greinar um þær algengar á síðum lesendadálkanna í september í ár. Margir hafa sagt (að mennta- skólagöngu lokinni) að menntaskólaárin hafi verið bestu ár ævinnar og það er augljóst að ekki er hægt að láta fitt lífsreynda krakka hefja þessi bestu ár ævi sinnar óvígða. Að vísu hefur verið álit flestra að busavígslur eigi að eiga sér stað, en það sé aðeins framkvæmd athafnarinnar sem megi endurskoða. Það vakti töluverða athygli þegar nemendur Fjölbrautaskólans við Ármúla fóru með busana sína upp á Esju og vígðu þá Fljúgum hærra. með grillveislu við rætur fjallsins. Einnig tóku nem- endur Verslunarskólans á móti sínum nýnemum með kaffisamkomu þar semfélags- líf og fleira skólanum við- komandi var kynnt. Aðrir skólar, þar með talinn MA, vígðu sína nýnema með nokkuð öðrum hætti. Hér í MA urðu busar ekki aðeins að þola vígsluathöfhina sjálfa heldur undanfara hennar, það er að segja nokkurs konar ’ ‘ hryðjuverkastarfsemi ’ ‘. Það er vinsæl og sígild aðferð að banka upp á í busastofum og fá einn busa til viðtals og skila honum síðan aftur með til- heyrandi merkingum og and- litsskreytingum. Sú ný- breytni var tekin upp hjá ó- nefhdum fjórða bekk að svæla busa út úr stofum með ammoníaki, en sá fjórði bekkur leggur mikla stund á efnafræði. Að sjálfsögðu fá busar ekki aðgang að Möðru- vallakjallara og þeir sem gerð- ust svo djarfir að fara þangað niðúr í mörgufrímínútum fengu að finna að þeir voru ekki velkomnir, sérstaklega þegar fór að líða að busavígsl- unni sjálfri. Þar að auki þykir ýmsum efribekkingum ósköp þægilegt að láta þjóna sér til borðs í mötuneytinu nokkra fýrstu daga skólaársins. Föstudaginn 11. október fór 'sfáurMjin áw 5

x

Muninn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.