Muninn

Árgangur

Muninn - 29.10.1987, Blaðsíða 6

Muninn - 29.10.1987, Blaðsíða 6
busavígslan fram, sem verður að teljast óvenju snemmt. Þrátt fyrir að ekki væri langt liðið á vetur var veðrið eins og það gerist verst í janúar. Það var kalt, hvasst og gekk á með blindbyljum en fjórðubekk- ingar létu það ekki aftra sér frá því að vígja busana. At- höfhin sjálf ætti að vera flest- um menntskælingum í fersku minni, andrúmsloftið er sér- stakt og hamagangurinn mikill. Fjórðubekkingar voru reynd- ar óvenju góðir við busana vikuna fram að vígslunni (enda nýkomnir frá Spáni og vart búnir að ná sér eftir ferð- ina frægu) en úr því var bætt áður nefndan föstudag. Snemma morguns voru busar kallaðir á Sal þar sem skóla- meistari vor sagði þeim eitt og annað um leyndardóma lífs- ins. Að því loknu var þeim smalað í stofur, en þriðju- bekkingar sáu um að tína þá út einn á eftir öðrum og koma þeim til vígslu. Fjórðubekk- ingar tóku á móti busunum úr höndum þriðjubekkinga og gáfu hverjum busa smá súr- mjólkurslettu, sem reyndar var ekki hrein súrmjólk heldur endurbætt eftir ýmsum leiðum til að hún angaði sem best, en það varð hún að gera því busarnir fengu hana útvortis og auk þess fallegan lit í hárið - eða nokkurn veginn á þær slóðir. Þegar busi hafði fengið sína slettu var hann settur í net og tolleraður að gömlum sið en síðan boðið upp á bolla af heitu kakói að nýjum sið. Að því loknu var viðkomandi fullgildur menntskælingur með þeirri sæmd og virðingu sem því fylgir. Þegar busar höfðu verið vígðir gengu þeir ásamt öðrum nemendum skólans um bæinn þar sem þeim voru kynnt öldurhús bæjarins svo þeir væru ekki alls óvísir þegar skemmtanalíf mennt- skælinga færi af stað fyrir al- vöru. Að sögn varð sumum allkalt í þessari göngu og urðu nokkrir frá að hverfa sökum skjálfta og vosbúðar. Um kvöldið var haldið busa- ball í Möðruvallakjallara og var mæting með afbrigðum góð, um 380 manns voru á ballinu og skemmtu sér vel. Það er langt síðan slíkur fjöldi hefur látið sjá sig á busaballi og vonandi vísar þetta á gott, þ.e. að nemendur verði virkir í félagslífinu í vetur og taki þátt í þeim uppá- komum sem því fylgir. Það gekk ekki átakalaust að vígja busana fremur en venju- lega enflestirhöfðu gaman af, jafnvel þó vígslan kostaði smávægilegar skrámur og pústra. Busavígslan er hefð sem ekki má falla niður, þar sem hún er einhver eftirminnilegasta upplifun sem nemendur verða fyrir í menntaskóla. Vissulega getur hún gengið út í öfgar og hefur gert það, en eins og hún var í ár er ekki undan miklu að kvarta. Það verður að hafa hugfast að busavígslan er nokkurs konar leikur. Það er ekki verið að niðurlægja nýnema, það er verið að láta þá ganga í gegn- um ofurlitla táknræna þol- raun til að vígja þá inn í hið stórkostlega samfélag mennt- skælinga, blessaður sé skóli vor.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.