Muninn

Árgangur

Muninn - 29.10.1987, Síða 8

Muninn - 29.10.1987, Síða 8
Þrjúbíófélagið Sunnudaginn 4. október á því herrans ári 1987 var formlega stofnað Þrjúbíófélag MA, með þeim hætti að farið var á myndina Ráðagóði ró- bótinn, sem á frummálinu nefnist Short Circuit. Aðdragandi þessa félags var námskeið sem bandaríska kvikmyndagagnrýnenda- stofnunin AFCI (American Film Critic Institu- ion) hélt hér á landi fyrir 11 tunglum. Markmið félagsins er að efla þroska einstaklingsins og hæfni til að skynja meistaraverk kvikmynda- sögunnar. Stjórn skipa: Harald R. Jóhannesson, formaður og for- stöðumaður hugbúnaðardeildar. Ólafur J. Sigurðsson, formaður og forstöðu- maður skjalasafns. Sigurður R Sigurðsson, formaður og forstöðu- maður fræðslu- og upplýsingadeildar. Unnsteinn Júlíusson, formaður og siða- meistari. Viggó Hilmarsson, formaður og æskulýðs- og íþróttafulltrúi. Verndari félagsins er Garpur. Félagið hefur aðeins eitt lag: “Sækja ber um inngöngu á þar til gerðum umsóknareyðu- blöðum' ‘. Vetrarstarfið. Farið verður á allar “þrjú-myndir“ í vetur. Gagnrýni félagsins felst í því að gefa einkunnir fýrir annars vegar verkið sjálft og hins vegar atferlismynstur í sal (sjá skýringu á einkunna- gjöf). Verk Meistaraverk Atferlis- mynstur í sal /v\ Fullorðinsbíó \ ' r Tíðindalítið á Gráskalla Æskilegt atferli Hnefarétturinn í gildi zzzzz Allt brjálað

x

Muninn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.