Muninn - 29.10.1987, Page 9
Eins og áður segir var farið á Ráðagóða Róbót-
inn á stofndag.
Söguþráður:
Myndin fjallar um ráðagóða róbótinn.
Hápunktur:
Þegar hann sendi eftirlíkinguna út úr bílnum.
Niðurlag:
Hershöfðinginn rekinn og þau flýja til Oregon
Einkunnagjöf:
Sunnudaginn 11. október var síðan fjölmennt
á Garp og hetjur himingeimsins.
Söguþráður:
Garpur fer til Etharíu með það fyrir augum að
leita eiganda hins leyndardómsfulla sverðs.
Þar lendir hann í bardaga við Hörð hinn illa.
Hann finnur eiganda sverðsins sem reynist
vera Dóra kapteinn úr röðum Harðar. Síðar
kemur í ljós að hún er tvíburasystir Garps.
Þeim tekst ásamt uppreisnarmönnum að
steypa Herði af stóli.
Hápunktur:
Það uppgötvaðist að Dóra er Slúra, tvíbura-
systir Garps.
Niðurlag:
Hörður og skuggavefarinn flýja (samt ekki til
Oregon).
Sérstök athugasemd:
Forstöðumaður skjalasafns beittur ofbeldi af
einum áhorfanda.
Einkunnagjöf:
Þrjúbíófélagið
Starfskraftar óskast!
Lesbók Munins mun fara af stað með látum
með næsta Munin sem gefin verður út. Af því
tilefni er óskað eftir starfskröftum, einum eða
tveimur, pilti eða stúlku (innskot jafnréttis-
ráðs) sem er við nám í 1 .-4. bekk hvaða braut-
ar sem er. Ekki þarf að fylla út eyðublöð sem
liggja ekki frammi á ritstjórnarskrifstofunni.
Vinsamlegast hafið samband sem fyrst við
ritstjóra Lesbókar, Hlyn Hallsson 4. u.
E.S. Listrænir hæfileikar og meðmæli for-
eldra koma ekki að sök.
Takk fyrir, takk sömuleiðis, takk.
Stjórnin.
r C/ M7 9