Muninn - 29.10.1987, Blaðsíða 15
STÓLPI
Félag um landsbyggðarmál í skólanum
Finnur Ingimarsson
Hver er starfsemi félagsins?
Við gefum út blað einu sinni á vetri sem heitir Stöpull.
Er þetta virkt félag?
Já, oh, það er nú aðallega fólgið í þessari blaðaútgáfu en í vetur ætlum við að reyna að gera
eitthvað meira, halda fundi og fræðsluerindi og reyna að upplýsa þá sem vilja um ýmis mál sem
tengjast landsbyggðarmálum.
SAUMA
Söngfélag Menntaskólans á Akureyri
Þorgeir TFyggvason (Ibggi)
Er þetta virkt félag?
Ja, það tvískiptist eiginlega starfsemi félagsins, annars vegar er kvöldvökuhald og hins vegar
vísnasöngur og starfræksla kórs. í fyrra var kórinn mjög virkur, af byrjanda að vera, en önnur
starfsemi var í lágmarki.
ÓLMA
* *
Olsen-Olsenfélagið í Menntaskóla Akureyrar
Sigurður Jóhannesson (Siggi í teppinu)
Hvað er ÓLMA?
Við spilum ólsen-ólsen milli klukkan 19 og 20 því spil má ekki hefja eftir klukkan 20.
Hvað spilið þið oft?
Ja, eins oft og þörf krefur til andlegrar upplyftingar en þess má geta að ef nýir félagar ætla að
ganga í félagið verða þeir að skila umsókn í fjórriti á löggiltan skjalapappír til mín.
15