Muninn

Árgangur

Muninn - 29.10.1987, Blaðsíða 20

Muninn - 29.10.1987, Blaðsíða 20
voru í nágrenninu. Eins og gefur að skilja er allt frekar ódýrt á eyjunni miðað við ís- land en þó er eyjan dýr miðað við Spán og Mallorka. Hægt var að fá ódýran bjór á 15 krónur, ódýrasta hvítvínið var á þrjátíukall og ódýrasti vodk- inn á 160 krónur. Ekki var það Skál. nú dýrt heillin, enda nýttu margir sér þessi vildarkjör og nokkrir muna eigi mikið frá nokkrum dögum í upphafi ferðarinnar en skildu það svo eftir nokkra daga að vínið yrði til allan tímann svo að ekki þyrfti að flýta sér að drekka það áður en það kláraðist. Flestir komust heilir út úr ökuferðunum Næstu daga var ýmislegt sér til gamans gert. Aðalatvinnu- vegur eyjarskeggja er greini- lega ferðamannaiðnaður og sást hann í mörgum myndum. Meðal annars er mikið byggt á eyjunni og eru það þá í nærri öllum tilfellum hótel. Veit- ingahús eru í röðum hlið við hlið í mörgum götum Ibiza og barir eru þar inn á milli og 20 - //<///</?/! ó/Y áv'O' virðist ekkert veitingahús líða skort á viðskiptavinum né heldur barirnir. Fiskimanna- hverfi er miðbær Ibiza og þar eru mjóar hellulagðar götur og við þær standa verslanir og veitingahús í röðum. Um þessar götur höfðu margir farið áður en haldið var til London enda var margt að skoða. Túgir bíla- og vespuleiga eru á Ibiza og margir fengu sér einhvers- konar farartæki í einhvern tíma. Flestir komust heilir út úr ökuferðunum en nokkrir flugu eftirminnilega á haus- inn og var slysatíðni meðal menntskælinga þetta árið nokkuð í hærrar lagi og ekki var fólk í vandræðum með að- ferðir til að slasa sig (taki til sín sem eiga), en ekki verður farið út í þá sálma neitt nánar hér! Ökuferð ein mikil var farin einn góðan veðurdag og eyjan skoðuð, en hún er ekki nema um 35 km á lengd. Stoppað var á nokkrum krám, sumir brugðu sér á sjóskíði og gúmmíhringi og sýndu Polar- isku fararstjórarnir þar mikil tilþrif þó aðrir fararstjórar hafi haldið sig í hæfilegri fjarlægð. Einnig voru stærstu dropa- steinshellar eyjarinnar kann- aðir í leiðinni. Stripluðust á ekta nektarströnd Við ströndina var hægt að gera ýmislegt fleira en að liggja í sólbaði. Til dæmis voru margar seglbrettaleigur, sjóskíðaleigur voru einnig á stöku stað. Einnig var hægt að fara á sjóslöngu, en á hana settust fimm eða sex og héldu sér vel og svo var hún dregin á fulla ferð af hraðbát og reyndi ökumaður hans að velta slöngunni svo að allir hentust af. TVíbytnur var líka hægt að leigja sér, en þó vantaði oftast góðan vind fyrir svoleiðis íþróttir. Gaman var að kafa og entust nokkrir í það að kafa í einn til tvo daga. Voru þá keypt köfunargler og öndun- arrör og líf sjávarins kannað á nokkrum stöðum. Flóar eru margir á eyjunni og voru nokkrir þeirra vel fallnir til köfunar. Einnig urðu nokkrir drengir svo frægir að striplast um á ekta nektarströnd. Miss Holliday, Erotika, Sexy, Sunbrown... Þá er það næturlífið. Stelp- urnar gerðu mest af því að fara á diskótekin á staðnum, enda fengu þær alltaf ókeypis inn, hvort sem þær voru með eða án boðsmiða, og fóru þá aðal- lega á Kiss, Angel’s, Space, Papagoya eða Latino. Ku- diskótekið var inni á miðri eyju og er það stærsta diskó- tekið við Miðjarðarhafið, tekur um 4000 manns, enda er það að öllu leyti utanhúss, byggt í kringum stóra sund- laug. Á smærri diskótekunum voru allskonar uppákomur hvert kvöld og voru valdar Miss Holliday, Erotika, Sexy, Sunbrown, Thnga svo eitthvað sé talið, auk þess sem Miss Kiss o.s.frv. voru valdar. Mister Kiss og Mister Angel’s voru einstaka sinnum valdir. Aldrei voru íslenskar stelpur Hahemm...
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.