Muninn - 29.10.1987, Qupperneq 25
skilst mér. Ég veit ekki
hvernig þessi hefð var, ég
þekki það ekki hvernig þessir
slagir voru þegar þeir voru
sem verstir. Þetta var svona
smá tusk á meðan ég var
hérna, t.d. stilltumenn sér
upp í röð báðum megin á
ganginum frammi og hentu
fólki svo á milli sín sem var að
ganga framhjá. Þetta var dá-
lítið sport, fólki fannst þetta
sniðugt. En af hefðum fannst
mér Salur eftirminnilegastur.
Var þá verið að syngja
söngsal bara si sona?
Já, já. Það var oft söngsalur,
en miklu oftar var hringt á
Sal. Það var þá oft vegna gesta
sem létu sjá sig í skólanum og
höfðu eitthvað að segja við
nemendur. Einnig talaði
skólameistari oft yfir okkur á
Sal af ýmsu tilefni. Þórarinn
Björnsson sem var mjög sterk-
ur og eftirminnilegur per-
sónuleiki átti það til að kalla á
Sal til að minnast afmælis eða
einhvers. Mér er það sérstak-
lega minnisstætt þegar Þórar-
inn kallaði okkur saman á Sal
og talaði við okkur um Einar
Benediktsson, las ljóð eftir
hann og túlkaði þau og út-
skýrði jafnóðum.
Það væri auðvitað mjög
gaman ef Jóhann kallaði á
Sal og minntist ýmissa
skálda sem ættu afmæli.
Það væri náttúrulega gaman,
en þettar er auðvitað ekki á
hvers manns færi! Að sjálf-
sögðu verður líka hver að hafa
sinn stíl.
Varst þú ekki eitthvað í
félagslífi á sínum tíma?
Félagslífi og ekki félagslífi. Ég
veit ekki hvað maður á að kalla
félagslíf. Það var mjög mikið
félagslíf hér í skóla fannst mér.
Ég fór snemma að starfa við
Munin og þrjú seinni árin var ég
í ritnefnd og það síðasta sem rit-
stjóri, það var töluvert starf.
Einnig starfaði ég í bekkjarráði á
hverjum vetri. Skólaböll voru
haldin hálfsmánaðarlega, og að
þau skulu ekki vera haldin oftar
núna er mikil afturför. Einnig
störfuðu hér hljómsveitir sem
voru í samkeppni hver við aðra,
t.d. voru Egill Eðvarðsson,
Haukur Ingibergsson og fleiri í
hljómsveit sem mér er mjög
minnisstæð. Böll voru haldin
uppi á Sal, þrumuböll náttúru-
lega. Mikið var lagt í undirbún-
ing, en bekkirnir skiptust á um
að halda þessi böll. Líklega hefur
5. bekkur haldið einna mest af
böllunum á hverjum tíma enda
var hann í fj árplokksstarfsemi
eins og tíðkast núna en annars
var þessu skipt. Bekkirnir áttu
ákveðin böll, það var hlöðuball,
grímuball og ég veit ekki hvað og
hvað.
Voruböllin alltaf haldin uppi
áSal?
Já, alltaf á Sal, og þótti alveg
nógu gott. Þegar það voru meiri-
háttar böll var skólinn allur
skreyttur, tjaldaður að innan eða
límdur pappírinnaní stofur og
málað og skreytt. Menn eins og
Sverrir Páll og fleiri listamenn
störfuðu svo vikum skipti í
skreytinganefnd áður en hægt
var aðhalda skemmtunina. Til
dæmis var þetta gert fýrir 1.
des., og þá er náttúrulega ennþá
skreyú dálítið, en áður lögðu
menn nótt við dag við að vinna
við þessar skreytingar sem oft
voru mjög íburðamiklar, þannig
að það sem þið eruð að gera núna
er ekki nema svipur hjá sjón,
hvort sem þið trúið því eða ekki!
Skemmtiatriði voru sjálfsagður
hlutur á þessum böllum til að
draga fólk að, svo ekki sé talað
um hljómsveitir. Og auðvitað var
allt “live“ í þá daga, ekkert
diskótek eins og núna.
Voru svipuð félög starfandi
þá og nú?
Eg held að það hafi verið eitthvað
svipað. Ég man eftir einu félagi
sem starfaði hérna einu sinni og
hét FAMA og var sama orðið og
“Fame“ í ensku. Þetta var félag
menningarvita sem litu mjög
stórt á sig. Félagið var ekki litið
mjög hýru auga af “alþýðu
manna' ‘, þeir þóttu nokkuð
merkilegir með sig.
Þú varst á þessum tíma í rit-
stjóm Munins, hvemig fjár-
mögnuðuð þið blaðið?
Það var selt, og menn voru á-
skrifendur. Enda var þetta blað
sem menn sóttust eftir að kaupa
og eiga. Blaðið var prentað á gljá-
pappír og ekkert mál var að fá
efhi. Einnig söfnuðum við aug-
lýsingum. Sérstakur auglýsinga-
stjóri var í ritnefnd og ritstjóri sá
ekki um neitt svoleiðis. Eftir á að
hyggja held ég að það hafi verið
afar leiðinlegt starf að vera aug-
lýsingastjóri!
í blaðinu var bókmenntalegt
efni. Það voru sögur, ljóð og fastir
EUMENIA
Alvöru þvottavél
í takt við tímann.
Vilt þú bætast í stóran hóp
ánægðra þvottavélaeigenda?
Veldu þá eina af hinum frábæru
EUMENIA þvottavélum, þær koma
þér þægilega á óvart.
Nokkur atriði sem við bendum á:
1. Þyo mjög vel.
2. Þvottatími aðeins 65 mín.
3. Orkunotkun aðeins V& miðað við
eldri gerðir véla.
4. Tekur mjög lítið pláss, og er létt
og meðfærileg.
5. Góð þjónusta.
Verð frá kr. 26.600,-
Brekkugötu 7 - sími 26383
áwz- 25