Muninn

Volume

Muninn - 29.10.1987, Page 36

Muninn - 29.10.1987, Page 36
þakkað með dynjandi lófataki. Þennan sama dag kom Muninn út í fyrsta skipti. Nafnið hefur sjálfsagt komið til af því að í nokkur ár hafði skólafélagið Huginn verið starfandi og þótt hefur við hæfi að nefna blað skólafélagsins eftir hinum hrafni Óðins, en Huginn og Muninn voru einmitt hrafriar hans. Ritstjórþfyrsta árgangs Munins var Karl ísfeld. í fyrsta tölublaði varað finna lög Munins og þau getur að líta annars staðar á þessari síðu. Einnig voru í blað- inu smásögur og fréttapistill sem var léttur og meira að segja nokkuð sniðugur, en það er merkilegt vegna þess að yfir höfuð voru smásögumar og greinamar þungar, alvarlegar og hátíðlegar. Næsta blað kom út nákvæmlega viku seinna. Þar var frásögn af komu ráðherrans ásamt háfleyg- um smásögum og ljóðum. Þar vekur athygli greinumbaktal og kjaftasögur sem heitir “Það er sagt‘ ‘. Höfundur kallar sig Gest eineygða og er greinin mjög skemmtilega skrifuð. Aðeins rúmum tveim vikum seinna kemur þriðja tölublaðið út og er það með svipuðu sniði og hin, en þess má geta til gamans að þar birtist fyrsta auglýsingin í Munin, þar sem auglýst er hrað- ritunarkennsla. Næstu blöð em með mjög svipuðu sniði og verða tölublöð alls átta þann veturinn. Karl ísfeld er einnig ritstjóri annars árgangs og verða tölublöð alls átta, sem skólaárið þar á undan, og með svipuðu sniði og áður. Muninn er þá fjölritaður og yfirleitt 4 til 6 blaðsíður að stærð. I þessum árgangi ber hæst tvenn- ar ritdeilur, aðrar um ‘ ‘mennta- skólann nýja' ‘ og hvaða áherslu á að leggja á hverja námsgrein, en hinar snúast um hvortprestar eða kaupmenn séu hollari íslenskri menningu. Einar Ásmundsson er ritstjóri þriðja árgangs og þá breytist útlit blaðsins mikið, farið er að prenta það og setja í POB. Þannig verða næstu árgangar Munins. Fljót- lega fer að verða erfitt að fá efni í blaðið, ritstjóm þarf að ganga eftir fólki til að fá ritsmíðar og em þær þá oftast stflar. Sjaldan komu nemendur með efhi sem skrifað hafði verið sérstaklega í Munin og þá svo til aldrei að fyrra bragði. Þannig hefur efnis- öflun yfirleitt gengið hjá rit- stjóm, jafnt þá sem nú. Næstu árin komu yfirleitt átta tölublöð út á ári en þegar líður að kreppunni fer að síga á ógæfu- hliðina. Aðeins koma út þrjú tölublöð af sjöunda árgangi og næsta skólaár var hætt að prenta Munin og blaðið þess í stað fjöl- ritað. Með níunda árgangi verður sú breyting á útgáfu blaðsins að skipuð er ritnefnd í stað rit- stjómar og situr þar kennari sem einnig er ábyrgðarmaður. Næstu árin verða breytingar hægar og blaðið nálgast meir tímarits- form. Þess má geta að í ritnefnd fjórtánda árgangs sat Kristján Eldjám, fyrrverandi forseti. Blaðið er fremur íhaldssamt næstu árin, eða áratugina, engar stórbreytingar verða á útgáf- unni. Fertugasti og annar árgangur- inn er sá síðasti í hinu eldra sniði. Næsti árgangur er bylting- arkenndur í mesta lagi. Fyrsta tölublaðið heitir ekki Muninn heldur Hælistíðindi, “Útgáfu- staður Menningarhælið á Akur- eyri, megin aðstandendur kristi- legir Marxistar í M.A.“. Nú var ábyrgðarmaður ekki úr hópi kennara heldur nemenda, og skyldi engan undra. Blaðið var með algjörlega nýju sniði og bak- síðan var öll lögð undir mynd af Karli Marx. Annað tölublað er í svipuðum stfl, en það þriðja heitir Skólablað M.A. og ábyrgð- armaður kom úr röðum kennara. Þó var blaðið einhliða vinstri sinnað og hatrammt í á- róðri. Þá var tekið á það ráð að tvískipta Munin, hann hét annars vegar Litli Muninn og hins vegar Feiti Muninn. Litli Muninn átti að vera stjómmála- legt baráttublað og hagsmuna- málgagnen Feiti Muninn átti að birta listrænar ritsmíðar nem- enda. Feiti Muninn kom sjaldan út en Litli Muninn því oftar, hann var í breytilegu broti, stundum eins og bæklingur, stundum eins og dagblað, en boðskapurinn var ávallt hinn sami. Með fertugasta og fimmta ár- gangi nær byltingin hámarki, á- byrgðarmenn eru úr hópi nem- enda og svo fer að blaðið fær heit- ið Rauði—Muninn. Nafnið er prentað í rauðu ásamt hamri og sigð og slagorðinu “Herinn burt. Island úr Nató.“. Á forsíðu annars blaðs, var nafnið Muninn og á móti því var hakakrossinn og undir því öflu stóð: EIN ÞJOÐ EITT RÍKI EINN FORINGI EINN VILJI! I fertugasta og sjötta árgangi dofnar heldur yfir byltingunni og eitt blaðið er meira að segja gefið út af hægri mönnum í skól- anum. I fertugasta og sjöunda árgangi fær blaðið aftur nafnið Muninn og fer eftir það að nálgast þau blöð í sniði sem voru gefin út fyrir Byltinguna. Fimmtíu ára afmælisblaðið er mjög líkt þeim blöðum sem gefin voru út fyrir Byltinguna og Mun- inn hefur verið með svipuðu sniði eftir það. Síðustu fimmtán ár eða svo hefur blaðið jafnan verið fjölritað í skólanum. Prent- un hefur verið misgóð og pappír ffernur óvandaður, enda hefur verið leitast við að halda kostnaði í lágmarki og engar auglýsingar hafa verið í blaðinu til að mæta honum. Út af þessu hefur þó brugðið síðustu tvö eða þrjú árin og meira lagt upp úr útliti og frá- gangi. Muninn er blað Hugins, Skóla- félags M.A., og samkvæmt lögum þess skal hann koma út reglulega og vera málgagn félags- ins og þar með nemenda allra. 04*0-

x

Muninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.